Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. janúar 2020

Skinnauppboði frestað í Kaupmannahöfn vegna kórónaveirunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Danska skinnauppboðshúsið Copenhagen Fur hefur frestað fyrsta uppboði ársins vegna kórónaveirunnar. Uppboðið átti að vera 10. til 13. febrúar en verður nú sameinað uppboði sem á að hefjast 22. apríl.

Einar Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir þetta vissulega bagalegt þar sem loðdýrabændur hafi beðið spenntir með sjá hvernig verðþróun yrði á þessu uppboði.  Þá hafa fjármálastofnanir líka beðið eftir þessu uppboði, en mikið er í húfi víða um lönd þar sem loðdýrabúin hafa átt í erfiðleikum vegna verðfalls á skinnum undanfarin ár.

Frestun á uppboðinu þarf ekki að koma á óvart þar sem skinnakaupmenn frá Kína og fleiri Asíulöndum hafa verið umsvifamiklir á þessum uppboðum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur verið staðfest að 5.974 einstaklingar hafi smitast í Kína af kórónaveirunni og 132 hafi látið lífið. Var fjöldi smitaðra þá sagður vera orðinn meiri en smitaðist af SARS veirunni árið 2003.

Víða er litið alvarlega á málið og hefur Breska flugfélagið British Airways tilkynnt að allar flugferðir til Wuhan og annarra borga í Kína hafi verið felldar niður. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur einnig tilkynnt að dregið yrði úr flugi til Beijing, Dhanghai og Hong Kong.

Í tilkynningu sem uppboðshús Copenhagen Fur sendi loðdýrabændum og fjármálastofnunum segir m.a.:

„Þróun á aðstæðum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína og annars staðar í heiminum er alvarleg. Hefur þetta leitt til þess að kínversk stjórnvöld hafa nú hert ferðaleiðbeiningar og hvatt Kínverja til að forðast allar utanlandsferðir.

Núverandi ástand í tengslum útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína veldur mörgum kínverskum viðskiptavinum Copenhagen Fur áhyggjum. Vegna þess hefur febrúaruppboði uppboðshússins er frestað. Fyrirhuguð sala á um það bil 2 milljónir minkaskinna verður í staðinn færð eins og hægt er inn í apríluppboðið.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...