Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Mynd / ghp
Fréttir 13. apríl 2023

Skilyrði sköpuð til 25% vaxtar í íslenskri garðyrkju

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir skemmstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðar verði svipuð frá ári til árs, en markmið eru um að skapa skilyrði til 25 prósenta framleiðsluaukningar á grænmeti – bæði í útiræktun og ylrækt.

Í yfirliti um útgjaldaramma fyrir málefnasvið ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028, sést að gert er ráð fyrir að útgjöld stjórnvalda til landbúnaðarmála standi nokkurn veginn í stað miðað við verðlag þessa árs; verði 21.173 m.kr. árið 2024, 21.261 m.kr. árið 2025, 21.123 m.kr. árið 2026, 21.198 m.kr. árið 2027 og 21.173 m.kr. á árinu 2028.

Í kafla fjármálaáætlunarinnar um landbúnað, í málaflokki um stjórnun landbúnaðarmála, er áætlun um vaxtarþróun í garðyrkjunni. Þar er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til að framleiðsla á útiræktuðu grænmeti og ylræktuðu grænmeti muni aukast um 25 prósent frá síðasta ári til ársins 2028. Í útiræktun fari framleiðslan úr 1.170 tonnum í 1.460 tonn. Í ylræktinni fari framleiðslan úr 3.485 tonnum í 4.350 tonn. Strax á næsta ári á að skapa skilyrði til tíu prósenta vaxtar í þessum greinum á þessum tveimur árum.

Þá er gert ráð fyrir að skilyrði skapist til að auka hlutfall á lífrænt vottuðu landbúnaðarlandi, þannig að það verði komið í átta prósent árið 2028, úr minna en einu prósenti á síðasta ári. Það markmið er í takti við tillögur sem nýverið var skilað til matvælaráðherra um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að strax á næsta ári verði hlutfallið komið í tvö prósent.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...