Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju.
Mynd / ghp
Fréttir 13. apríl 2023

Skilyrði sköpuð til 25% vaxtar í íslenskri garðyrkju

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir skemmstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðar verði svipuð frá ári til árs, en markmið eru um að skapa skilyrði til 25 prósenta framleiðsluaukningar á grænmeti – bæði í útiræktun og ylrækt.

Í yfirliti um útgjaldaramma fyrir málefnasvið ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028, sést að gert er ráð fyrir að útgjöld stjórnvalda til landbúnaðarmála standi nokkurn veginn í stað miðað við verðlag þessa árs; verði 21.173 m.kr. árið 2024, 21.261 m.kr. árið 2025, 21.123 m.kr. árið 2026, 21.198 m.kr. árið 2027 og 21.173 m.kr. á árinu 2028.

Í kafla fjármálaáætlunarinnar um landbúnað, í málaflokki um stjórnun landbúnaðarmála, er áætlun um vaxtarþróun í garðyrkjunni. Þar er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til að framleiðsla á útiræktuðu grænmeti og ylræktuðu grænmeti muni aukast um 25 prósent frá síðasta ári til ársins 2028. Í útiræktun fari framleiðslan úr 1.170 tonnum í 1.460 tonn. Í ylræktinni fari framleiðslan úr 3.485 tonnum í 4.350 tonn. Strax á næsta ári á að skapa skilyrði til tíu prósenta vaxtar í þessum greinum á þessum tveimur árum.

Þá er gert ráð fyrir að skilyrði skapist til að auka hlutfall á lífrænt vottuðu landbúnaðarlandi, þannig að það verði komið í átta prósent árið 2028, úr minna en einu prósenti á síðasta ári. Það markmið er í takti við tillögur sem nýverið var skilað til matvælaráðherra um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að strax á næsta ári verði hlutfallið komið í tvö prósent.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f