Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinargerð.

Drögin, sem unnin eru á grundvelli byggðaáætlunar, verða í samráðsgátt stjórnvalda til 7. febrúar.

Í byggðaáætlun er lögð áhersla á að opinber grunnþjónusta verði skilgreind í lögum og hvernig réttur íbúa landsins til hennar verði tryggður óháð búsetu. Leitast er við að skilgreina aðgengi að hinni opinberu grunnþjónustu, sem og lágmarksþjónustustig fyrir dreifbýli þar sem of kostnaðarsamt getur þótt að veita þjónustuna.

Þjónustustig í dreifbýli

Í drögunum segir að „opinber grunnþjónusta er þjónusta opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, sem er aðgengileg öllum íbúum landsins og nauðsynleg til að skapa fullnægjandi búsetuskilyrði um land allt. Opinber grunnþjónusta er forsenda þess að fólk geti stundað atvinnu, sótt menntun og frístundastarf og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Það er á ábyrgð stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga að ákveða viðmið um þjónustustig lágmarksþjónustu fyrir dreifbýli.“

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 ber sveitarstjórnum að móta stefnu um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum. Þá samþykkti ríkisstjórnin í haust að hefja vinnu við mótun stefnu um opinbera þjónustu, sem felur meðal annars í sér að sett verði þjónustuviðmið um þá þjónustu sem veitt er af hálfu ríkisstofnana.

Skilgreiningin að opinberri grunnþjónustu er fyrst og fremst ætluð stjórnvöldum, bæði ríki og sveitarfélögum, til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...