Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skilaverð KS og SKVH fyrir komandi sláturvertíð
Fréttir 29. júlí 2019

Skilaverð KS og SKVH fyrir komandi sláturvertíð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga hafa gefið út skilaverð til bænda á komandi sláturvertíð sem hefst 4. september næstkomandi. SKVH byrjar að slátra 15. ágúst og greiðir hærra verð (álag) á slátrun í ágúst.

 

SKVH stefnir að því að slátra 7 daga í ágúst þ.e. 15. 19. 21. 23. 26. 28. og 30. Slátrun í sept. og okt. er á líkum nótum hjá KS og SKVH. 


Öll verð eru á þurrvigt og án. vsk.


Greiðslufrestur
Innlegg 5.-14. sept. er laust til greiðslu 19. sept.
Innlegg 15.-28. sept. er laust til greiðslu 3. okt.
Innlegg 29. sept -12. okt. er laust til greiðslu 17. okt.
Innlegg 13.-26. okt. er laust til greiðslu 31. okt.
Innlegg 27.- 31. okt. er laust til greiðslu 7. nóv.


Sláturkostnaður
Á úrkastgrip 550 kr.stk.
Verðfelling
x 6% verðfelling.
xx 12% verðfelling.
Rúið eða í tveimur reyfum kr. 850 á skrokk


Flutningur
0 kr.stk.

Heimtaka
Taka þarf fram á fylgibréfi sláturgrips, senda netpóst eða hringja inn eigi síðar en degi fyrir slátrun ef um heimtöku er að ræða. Ekki er hægt að breyta í heimtöku eftir slátrun.
Gærur og innmatur fylgir ekki heimtöku.


Sláturkostnaður á heimtökudilka er kr. 5500 á stk. Veittur er 2.000 kr. afsláttur til þeirra sem leggja inn meira en 100 dilka, á fyrstu 15 dilkana í heimtöku og fyrstu 7 dilkana til þeirra sem leggja inn færri en 100 dilka.  Afsláttur gerður upp að lokinni sláturtíð.

Fullorðið og veturgamalt 4000 kr.stk.


7 parta sögun (læri heil, hækill hafður á, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil) er innifalin í sláturkostnaði.
Fínsögun 50 kr.kg.
 

Verðskrá KS má sjá hér.

Verðskrá SKVH má sé hér.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...