Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006.
Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin hafa verið öflug í sölu tilbúins áburðar, rúlluplasti og rekstrarvörum.

Búvís er í eigu bræðranna Einars Guðmundssonar og Gunnars Guð­ mundarsonar. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2006 og hafa rekið síðan þá. Einar, framkvæmdastjóri Búvís, segir helstu ástæðuna fyrir sölunni vera þá að bræðurnir séu komnir af léttasta skeiði. Einar er 62 ára og er Gunnar tveimur árum yngri. Jafnframt finnst þeim Skeljungur hafa svipaða framtíðarsýn og þeir varðandi Búvís.

Einar reiknar með að salan gangi í gegn fljótlega, en hún sé háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hann á ekki von á öðru en það gangi í gegn þar sem samanlögð markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sé ekki yfir mörkum.

Aðspurður telur Einar að Búvís hafi verið með átján til tuttugu og tveggja prósenta markaðshlutdeild á tilbúnum áburði, sem sé svipuð hlutdeild og Skeljungur hafi náð.

Búvís hefur flutt sinn áburð frá Eistlandi á meðan áburðurinn hjá Skeljungi kemur frá Bretlandseyjum. Hann gerir ráð fyrir að Skeljungur haldi áfram áburðarsölu undir merkjum Búvís.

Búvís rekur verslun á Akureyri og starfa sex starfsmenn hjá fyrirtækinu. Auk rekstrarvara selur Búvís hey­ og jarðvinnutæki, áburðardreifara, vagna og ýmislegt annað. Einar telur Skeljung hafa alla burði til að efla Búvís, en til standi að reka fyrirtækið að mestu í óbreyttri mynd. „Skeljungur er með öflugt og sterkt fyrirtæki og ég held að þeir hafi alla burði til að gera þetta vel í framtíðinni,“ segir Einar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...