Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006.
Rekstur Búvís verður áfram að mestu í óbreyttri mynd. Bræðurnir Einar (t.v.) og Gunnar (t.h.) hafa rekið fyrirtækið frá stofnun 2006.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin hafa verið öflug í sölu tilbúins áburðar, rúlluplasti og rekstrarvörum.

Búvís er í eigu bræðranna Einars Guðmundssonar og Gunnars Guð­ mundarsonar. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2006 og hafa rekið síðan þá. Einar, framkvæmdastjóri Búvís, segir helstu ástæðuna fyrir sölunni vera þá að bræðurnir séu komnir af léttasta skeiði. Einar er 62 ára og er Gunnar tveimur árum yngri. Jafnframt finnst þeim Skeljungur hafa svipaða framtíðarsýn og þeir varðandi Búvís.

Einar reiknar með að salan gangi í gegn fljótlega, en hún sé háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hann á ekki von á öðru en það gangi í gegn þar sem samanlögð markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sé ekki yfir mörkum.

Aðspurður telur Einar að Búvís hafi verið með átján til tuttugu og tveggja prósenta markaðshlutdeild á tilbúnum áburði, sem sé svipuð hlutdeild og Skeljungur hafi náð.

Búvís hefur flutt sinn áburð frá Eistlandi á meðan áburðurinn hjá Skeljungi kemur frá Bretlandseyjum. Hann gerir ráð fyrir að Skeljungur haldi áfram áburðarsölu undir merkjum Búvís.

Búvís rekur verslun á Akureyri og starfa sex starfsmenn hjá fyrirtækinu. Auk rekstrarvara selur Búvís hey­ og jarðvinnutæki, áburðardreifara, vagna og ýmislegt annað. Einar telur Skeljung hafa alla burði til að efla Búvís, en til standi að reka fyrirtækið að mestu í óbreyttri mynd. „Skeljungur er með öflugt og sterkt fyrirtæki og ég held að þeir hafi alla burði til að gera þetta vel í framtíðinni,“ segir Einar.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...