Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri liggur undir skemmdum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 15. nóvember 2023

Skelfilegt ástand á Kirkjuhvoli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var lögð fram skýrsla frá Eflu verkfræðistofu til sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna rakaskimunar og sýnatöku í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Skýrslan sýnir að ástand hússins sé skelfilegt í alla staði því það var til dæmis mygla í öllum byggingarsýnum sem tekin voru í húsinu. Þá kom í ljós mikið af rakaskemmdum og rakaummerkjum í húsnæðinu.
Einar Kristján Jónsson sveitar­stjóri hefur lagt fram drög að kostnaðaráætlun til sveitarstjórnar vegna viðgerða á húsinu og hljóðar hún upp á 250 milljónir króna til að gera húsið hættulaust fyrir starfsemi.

„Húsið hefur ekki verið dæmt ónýtt, en það er verulega illa farið vegna leka og lítils viðhalds. Það hefur engin ákvörðun verið tekin hvað verður gert í stöðunni en ef niðurstaðan verður sú að gera húsið ekki upp þá verður það rifið og lóðin notuð undir sívaxandi eftirspurn um lóðir fyrir verslun og þjónustu á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Kristján.
Félagsheimilið Kirkjuhvoll er í eigu Skaftárhrepps. Gestastofa hefur verið rekin í húsinu en nú þegar þjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarðs er að flytja í nýja gestastofu á staðnum þá verður engin starfsemi í húsinu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f