Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á sápum eru meðal verkefna sem hlutu stuðning úr markaðssjóði sauðfjárafurða árið 2024.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic lamb að sjö verkefni hafi hlotið stuðning en ellefu umsóknir bárust sjóðnum frá níu umsækjendum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

Austan Vatna. Umsókn um fullnýtingu ærkjöts í eigin heimavinnslu seldar í gegnum veisluþjónustu framleiðenda og í smásölu.

Fine Foods. Umsókn um vöruþróun þar sem ærkjöt og þang mætast í einni og sömu vörunni sem þoli geymslu við stofuhita.

Syðra-Holt. Sauðaostaframleiðsla þar sem þegar er stunduð ræktun grænmetis og matvælaframleiðsla.

Fjár-sjóður. Um miðlun fróðleiks til skólabarna um íslenskan landbúnað. Markmið að fræða börn um sérstöðu íslensks landbúnaðar á skilvirkan hátt á grunni núverandi skólakerfis – án þess að krefjast mikillar fyrirhafnar kennarans eða mikils fjármagns frá skólum.

Riduvarnir.is. Upplýsingar um riðu og varnir gegn henni frá hinum ýmsu stofnunum teknar saman til birtingar á einni heimasíðu sem uppfærist í takt við nýjar upplýsingar.

Sillukot – Sælusápur. Markaðssetning á nýjum fljótandi og föstum hand- og líkamssápum sem eru framleiddar úr kindatólg til að koma nýjum afurðum úr kindatólg á markað.

Úr sveitinni. Markmið verkefnisins er að skapa aukinn virðisauka úr verðlitlu ærkjöti, skjóta þannig styrkari stoðum undir tekjuöflun og bæta afkomu framleiðslu umsækjanda.

Markaðssjóður sauðfjárafurða er vistaður hjá Icelandic Lamb og starfar samkvæmt samningi um „aukið virði sauðfjárafurða“ við matvælaráðuneytið. Sjóðurinn úthlutar 10 milljónum króna árlega

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...