Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á sápum eru meðal verkefna sem hlutu stuðning úr markaðssjóði sauðfjárafurða árið 2024.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic lamb að sjö verkefni hafi hlotið stuðning en ellefu umsóknir bárust sjóðnum frá níu umsækjendum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

Austan Vatna. Umsókn um fullnýtingu ærkjöts í eigin heimavinnslu seldar í gegnum veisluþjónustu framleiðenda og í smásölu.

Fine Foods. Umsókn um vöruþróun þar sem ærkjöt og þang mætast í einni og sömu vörunni sem þoli geymslu við stofuhita.

Syðra-Holt. Sauðaostaframleiðsla þar sem þegar er stunduð ræktun grænmetis og matvælaframleiðsla.

Fjár-sjóður. Um miðlun fróðleiks til skólabarna um íslenskan landbúnað. Markmið að fræða börn um sérstöðu íslensks landbúnaðar á skilvirkan hátt á grunni núverandi skólakerfis – án þess að krefjast mikillar fyrirhafnar kennarans eða mikils fjármagns frá skólum.

Riduvarnir.is. Upplýsingar um riðu og varnir gegn henni frá hinum ýmsu stofnunum teknar saman til birtingar á einni heimasíðu sem uppfærist í takt við nýjar upplýsingar.

Sillukot – Sælusápur. Markaðssetning á nýjum fljótandi og föstum hand- og líkamssápum sem eru framleiddar úr kindatólg til að koma nýjum afurðum úr kindatólg á markað.

Úr sveitinni. Markmið verkefnisins er að skapa aukinn virðisauka úr verðlitlu ærkjöti, skjóta þannig styrkari stoðum undir tekjuöflun og bæta afkomu framleiðslu umsækjanda.

Markaðssjóður sauðfjárafurða er vistaður hjá Icelandic Lamb og starfar samkvæmt samningi um „aukið virði sauðfjárafurða“ við matvælaráðuneytið. Sjóðurinn úthlutar 10 milljónum króna árlega

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...