Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tjón er aðallega af völdum álfta og grágæsa á Íslandi.
Tjón er aðallega af völdum álfta og grágæsa á Íslandi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. mars 2015

Sjö prósent spilda urðu fyrir altjóni af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh
Bændur tilkynntu um tjón á um 2.400 hekturum í ræktarlöndum sínum af völdum álfta og gæsa á síðasta ári, í yfir 200 tjónatilkynningum. Í niðurstöðum kemur það meðal annars í ljós  að í um sjö prósenta tilvika er um altjón að ræða af þeim spildum sem tilkynnt var um var.
 
Bændatorgið, rafræn upplýsingagátt Bænda­samtaka Íslands, var nýtt í þeim tilgangi að ná  til bænda og auðvelda þeim skráningu á tjónum í þeirra löndum. 
 
Síðasta vor hófu Bændasamtök Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið samstarf um skipulagða vinnu við kortlagningu á tjóni í ræktarlöndum bænda af völdum gæsa og álfta, en það kemur í framhaldi af ályktun Búnaðarþings 2014 sem fór fram á að farið yrði af stað í slíka vinnu. Á grundvelli þeirra gagna yrði svo ákveðið hvort heimildarákvæði yrði sett í lög um tímabundna skotveiði á álft og gæs í tilraunaskyni á ræktarlöndum bænda.
 
Jón Baldur Lorange, forstöðumaður Búnaðarstofu, hefur unnið að þessu verkefni í teymi með fulltrúum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskólans. Hann segir að þrátt fyrir að seint hafi verið farið af stað með skráningu þá liggi fyrir niðurstöður sem nýtist til að leggja mat á vandann. Hann segir að tilkynningar hafi borist um tjón á um 130 jörðum. Í um sjö prósent tilvika er um altjón að ræða, það er að viðkomandi akur er allur eyðilagður. Tilkynnt altjón eða verulegt tjón skiptist nokkuð jafnt eftir ræktun, það er þar sem var ræktað gras, grænfóður eða korn. Í um 30 prósenta tilvika er tjónið 25–50 prósent af akrinum. Flestar tilkynningar voru skráðar á Suðurlandi, eða um 40 prósent allra tilkynninga sem voru skráðar á Bændatorginu. 
 
Álftir og grágæsir skaðvaldarnir
 
Að sögn Jóns Baldurs er tjónið aðallega af völdum álfta og grágæsa samkvæmt gögnum bænda, sem búnaðarsambönd yfirfóru, og þar á eftir kemur heiðagæsin. Aðrar gæsategundir eins og blésgæs, margæs og helsingi láta minna að sér kveða. Þá virðist vera mest tjón þar sem er mýrarjarðvegur.  
 
Algengast er að bændur reki fuglinn úr túnum til að bregðast við vandanum, en næstmest er notkun á fuglahræðum. Þegar bændur eru beðnir um að meta hvaða orsakavaldar eru fyrir tjóni fuglanna kemur á daginn að mesta tjón er vegna kornáts í ökrunum, eða í 44 prósenta tilvika, en einungis bæling er talin vera um þrjú prósent af tjóninu.  Þá kemur í ljós að mesta tjónið er á ökrum sem standa nálægt vatni. Mun minna er um tjón á túnum en í kornökrum. 
 
Jón Baldur fundaði með Náttúrufræðistofnun í síðasta mánuði í þeim tilgangi að fara yfir þá aðferðafræði og gögn sem liggja nú þegar fyrir. ,,Fundurinn var jákvæður og hafa sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar áhuga á að geta birt gögnin í þeim öflugu landupplýsingakerfum sem þeir hafa yfir að ráða og bera gögnin saman við þá gagnagrunna sem stofnunin hefur byggt upp. Það er mikill fengur fyrir verkefnið að hafa aðgang að sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar, sem búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði,“ segir Jón Baldur. Hann segir að áfram verði opið fyrir rafræna skráningu bænda á Bændatorginu. Það sé síðan í höndum stjórnvalda að vinna  aðgerðaráætlun til að bregðast við vandanum svo unnt verði að rækta áfram korn  á Íslandi á þeim svæðum sem verst koma út úr þessu. Það sé mikið hagsmunamál fyrir bændur, og landbúnað á Íslandi – og þar með neytendur – að hér verði ræktað korn í enn meiri mæli en nú er.  
 
Samstarfsaðilar að þessu verkefni ætla að boða til opins fundar á næstunni til að kynna niðurstöður, kalla eftir sjónarmiðum og ræða um framhaldið. 

Skylt efni: álftir og gæsir

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...