Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar
Fréttir 3. mars 2023

Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö landshlutasamtök sveitarfélaga fengu úthlutað frá innviðaráðherra 130 milljónum króna til tólf verkefna sem ætlað er að efla byggðir landsins.

Markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaráætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu stærsta styrkinn, að upphæð 21,6 milljón króna fyrir verkefni um verðmætasköpun á sauðfjárræktarsvæðum.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu 15 milljónir króna til að styrka innviði á Laugarbakka í Miðfirði og efla þar atvinnustarfsemi, með lagningu kaldavatnslagna frá Hvammstanga til Laugarbakka.

Fjórðungssamband Vestfirðinga hlaut 15 milljónir króna til að byggja upp Baskasetur Íslands sem verði miðstöð skapandi sjálfbærni, tengt lífríki hafsins. Það hlaut einnig 7 milljón króna styrk sem nota á í verkefni sem snýr að þorskseiðaeldi á Drangsnesi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlutu 15.650.000 kr. fyrir framkvæmd hönnunar- og vörusmiðju nýrrar hringrásar ferðamanna um Austur og Norðurland í tengslum við beint millilandaflug á Egilsstaði og Akureyri. Verkefnið er samstarf SSA, SSNV, SSNE, áfangastofa Norður- og Austurlands, Austurbrúar og Markaðsstofu Norðurlands

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlaut einnig 13 milljónir króna fyrir verkefnið Vatnaskil sem fjallar um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á ungt fólk.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlutu styrk upp á 11,2 milljónir króna til að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð, sem nýtast á til að móta stefnu í markaðssetningu fyrir nýja íbúa, fjárfesta og í ferðaþjónustu á svæðinu. Samtökin hlutu einnig 5 milljónir króna fyrir þarfagreiningu og frumhönnun á atvinnuhúsnæði fyrir iðngarða í Búðardal.

Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hlutu styrk upp á 10 milljón krónur fyrir rekstur á starfrænni smiðju (FabLab) í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hlutu 4,3 milljónir króna fyrir verkefni sem snýr að hitaveitu- væðingu Grímseyjar. Þau hlutu einnig 2.250.000 kr. til uppbyggingar á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir í Þingeyjarsveit.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fengu 10 milljónir króna til verkefnis er snýr að uppbyggingu sérfræðistarfa við þróun þekkingartengdrar ferðaþjónustu á miðsvæði Suðurlands

Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...