Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992
Fréttir 16. september 2016

Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hnattfræðingar á vegum geimvísindastofnunarinnar Nasa segja að hlýnandi veðurfar á jörðinni og bráðnun íss hafi valdið talsverðri hækkun sjávar síðustu 50 ár. Hækkunin frá 1992 er 8 sentímetrar.

Vísindamenn Nasa segja að ekkert bendi til að hægja muni á hækkun sjávar í bráð og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast á næstu árum.

Árið 2013 spáði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna því að hækkun sjávar fyrir næstu aldamót gæti verið á bilinu 0,3 til 0,9 metrar. Nýja rannsóknir og vísbendingar benda til að hækkunin muni verða við hærri mörk spárinnar. Auk þess sem hækkun er örari núna en fyrir 50 árum.

Í umfjöllun Nasa segir að hækkun sjávar sé ekki sú sama alls staðar í heiminum. Þeir gera ráð fyrir að hún verði mikil í Kyrrahafi á næstu árum og að það eigi eftir að hafa umtalsverðar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna.

Hækkandi sjávarstaða hefur mikil áhrif á náttúru og allt líf við sjávarsíðuna, auk þess verður ölduhæð meiri og áhrifa þeirra gætir lengra inn í land í stórviðrum.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara