Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992
Fréttir 16. september 2016

Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hnattfræðingar á vegum geimvísindastofnunarinnar Nasa segja að hlýnandi veðurfar á jörðinni og bráðnun íss hafi valdið talsverðri hækkun sjávar síðustu 50 ár. Hækkunin frá 1992 er 8 sentímetrar.

Vísindamenn Nasa segja að ekkert bendi til að hægja muni á hækkun sjávar í bráð og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast á næstu árum.

Árið 2013 spáði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna því að hækkun sjávar fyrir næstu aldamót gæti verið á bilinu 0,3 til 0,9 metrar. Nýja rannsóknir og vísbendingar benda til að hækkunin muni verða við hærri mörk spárinnar. Auk þess sem hækkun er örari núna en fyrir 50 árum.

Í umfjöllun Nasa segir að hækkun sjávar sé ekki sú sama alls staðar í heiminum. Þeir gera ráð fyrir að hún verði mikil í Kyrrahafi á næstu árum og að það eigi eftir að hafa umtalsverðar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna.

Hækkandi sjávarstaða hefur mikil áhrif á náttúru og allt líf við sjávarsíðuna, auk þess verður ölduhæð meiri og áhrifa þeirra gætir lengra inn í land í stórviðrum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...