Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992
Fréttir 16. september 2016

Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hnattfræðingar á vegum geimvísindastofnunarinnar Nasa segja að hlýnandi veðurfar á jörðinni og bráðnun íss hafi valdið talsverðri hækkun sjávar síðustu 50 ár. Hækkunin frá 1992 er 8 sentímetrar.

Vísindamenn Nasa segja að ekkert bendi til að hægja muni á hækkun sjávar í bráð og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast á næstu árum.

Árið 2013 spáði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna því að hækkun sjávar fyrir næstu aldamót gæti verið á bilinu 0,3 til 0,9 metrar. Nýja rannsóknir og vísbendingar benda til að hækkunin muni verða við hærri mörk spárinnar. Auk þess sem hækkun er örari núna en fyrir 50 árum.

Í umfjöllun Nasa segir að hækkun sjávar sé ekki sú sama alls staðar í heiminum. Þeir gera ráð fyrir að hún verði mikil í Kyrrahafi á næstu árum og að það eigi eftir að hafa umtalsverðar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna.

Hækkandi sjávarstaða hefur mikil áhrif á náttúru og allt líf við sjávarsíðuna, auk þess verður ölduhæð meiri og áhrifa þeirra gætir lengra inn í land í stórviðrum.

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...