Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Mynd / Sjávarklasinn
Fréttir 26. ágúst 2020

Sjávarakademían er nýtt nám á framhaldsskólastigi

Höfundur: smh
Á vegum Sjávarklasans og Fisk­tækniskóla Íslands verður boðið upp á nýtt nám á framhaldsskólastigi í haust sem kallast Sjávarakademían. Þar mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. 
 
„Í náminu gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins.  Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. 
 
Byggt á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands
 
Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum.  Námið ætti að höfða til fólks sem stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins, sem hefur áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni,“ bætir Sara Björk við.„Þetta verður fyrsta önnin okkar, við vorum með fjögurra vikna sumarnámskeið í sumar sem gekk ótrúlega vel, það var svona inngangur í námið. Sambærilegt nám hefur ekki verið í boði áður á framhaldsskólastigi. Námið stendur yfir í eina haustönn, er einingabært til framhaldsskóla og gefur 30 einingar,“ bætir Sara Björk við.
 
Haustönn Sjávarakademíunnar hefst 14. september og er um­sóknar­frestur til 7. september. 
 
Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...