Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Mynd / Sjávarklasinn
Fréttir 26. ágúst 2020

Sjávarakademían er nýtt nám á framhaldsskólastigi

Höfundur: smh
Á vegum Sjávarklasans og Fisk­tækniskóla Íslands verður boðið upp á nýtt nám á framhaldsskólastigi í haust sem kallast Sjávarakademían. Þar mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. 
 
„Í náminu gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins.  Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. 
 
Byggt á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands
 
Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum.  Námið ætti að höfða til fólks sem stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins, sem hefur áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni,“ bætir Sara Björk við.„Þetta verður fyrsta önnin okkar, við vorum með fjögurra vikna sumarnámskeið í sumar sem gekk ótrúlega vel, það var svona inngangur í námið. Sambærilegt nám hefur ekki verið í boði áður á framhaldsskólastigi. Námið stendur yfir í eina haustönn, er einingabært til framhaldsskóla og gefur 30 einingar,“ bætir Sara Björk við.
 
Haustönn Sjávarakademíunnar hefst 14. september og er um­sóknar­frestur til 7. september. 
 
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...