Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Mynd / Gautavík
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, til sín nemendur úr Hallormsstaðaskóla til að kynna sér hampbúskapinn á bænum.

Hann hefur verið með námskeiðið sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi í Hallormsstaðaskóla frá haustinu 2020, en það er hluti af námi þar í sjálfbærni og sköpun.

Að sögn Pálma hefst námskeiðið á því að nemenda- og starfsmannahópurinn ver einum degi í Gautavík sem byrjar á fyrirlestri og umræðum um sögu og notagildi hamps. Eftir fyrirlesturinn fá nemendur leiðsögn um bæinn þar sem þeir skoða inni- og útiræktunina og það sem verið er að framleiða úr hampinum. Að því loknu fær hópurinn leiðbeiningar um hvernig eigi að uppskera hampinn; fá poka og byrja að tína. Hluta af uppskerunni taka nemendurnir með sér í skólann þar sem þeir skoða betur nýtingarmöguleikana, prófa sjálfir að rækta hamp innandyra og gera ýmis tilraunaverkefni um veturinn.

„Verkefnin hafa verið fjölbreytt og má nefna textíl, spónaplötur, pappír og bók úr hampi, snyrtivörur og matvæli eins og pasta, pestó og drykki sem þeir hafa kynnt að vori,“ segir Pálmi. „Tilgangurinn er að nemendur taki þessa þekkingu og reynslu með sér út í lífið eftir útskrift og markmiðið að fleiri sprotar vaxi í hampiðnaði hér á landi og stuðli þannig að aukinni sjálfbærni.“

Skylt efni: iðnaðarhampur | Hamprækt

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.