Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Mynd / Gautavík
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, til sín nemendur úr Hallormsstaðaskóla til að kynna sér hampbúskapinn á bænum.

Hann hefur verið með námskeiðið sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi í Hallormsstaðaskóla frá haustinu 2020, en það er hluti af námi þar í sjálfbærni og sköpun.

Að sögn Pálma hefst námskeiðið á því að nemenda- og starfsmannahópurinn ver einum degi í Gautavík sem byrjar á fyrirlestri og umræðum um sögu og notagildi hamps. Eftir fyrirlesturinn fá nemendur leiðsögn um bæinn þar sem þeir skoða inni- og útiræktunina og það sem verið er að framleiða úr hampinum. Að því loknu fær hópurinn leiðbeiningar um hvernig eigi að uppskera hampinn; fá poka og byrja að tína. Hluta af uppskerunni taka nemendurnir með sér í skólann þar sem þeir skoða betur nýtingarmöguleikana, prófa sjálfir að rækta hamp innandyra og gera ýmis tilraunaverkefni um veturinn.

„Verkefnin hafa verið fjölbreytt og má nefna textíl, spónaplötur, pappír og bók úr hampi, snyrtivörur og matvæli eins og pasta, pestó og drykki sem þeir hafa kynnt að vori,“ segir Pálmi. „Tilgangurinn er að nemendur taki þessa þekkingu og reynslu með sér út í lífið eftir útskrift og markmiðið að fleiri sprotar vaxi í hampiðnaði hér á landi og stuðli þannig að aukinni sjálfbærni.“

Skylt efni: iðnaðarhampur | Hamprækt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...