Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Benjamín Kristinsson við bátinn.
Benjamín Kristinsson við bátinn.
Fréttir 3. nóvember 2021

Síðasti báturinn úr rekavið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nýr safngripur hefur bæst við safnasvæði Byggðasafnsins í Húnaþingi vestra þegar báturinn Örkin var sett þar niður.

Báturinn er í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans, Kristni Jónssyni í fjárhúsunum á Seljanesi. Hann lauk við smíði bátsins árið 1981. Um er að ræða merkilegan bát að því er fram kemur á vefsíðu Húnaþings vestra þar sem sagt er frá þessu. Örkin mun samkvæmt bestu heimildum vera síðasti báturinn sem smíðaður var úr rekavið. Örkin var síðast gerð út á handfæri og reyndist gott og farsælt aflaskip.

Guðjón hefur lánað safninu bátinn og mun Örkin ugglaust draga að sér athygli vegfarenda og gesta safnsins. Benjamín safnvörður tók vel á móti Örkinni enda gjörkunnugur hverju borði og saum í handaverki föður hans.

Kristinn Jónsson við bátinn fyrir 40 ára árum.

Skylt efni: rekaviður

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...