Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Benjamín Kristinsson við bátinn.
Benjamín Kristinsson við bátinn.
Fréttir 3. nóvember 2021

Síðasti báturinn úr rekavið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nýr safngripur hefur bæst við safnasvæði Byggðasafnsins í Húnaþingi vestra þegar báturinn Örkin var sett þar niður.

Báturinn er í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans, Kristni Jónssyni í fjárhúsunum á Seljanesi. Hann lauk við smíði bátsins árið 1981. Um er að ræða merkilegan bát að því er fram kemur á vefsíðu Húnaþings vestra þar sem sagt er frá þessu. Örkin mun samkvæmt bestu heimildum vera síðasti báturinn sem smíðaður var úr rekavið. Örkin var síðast gerð út á handfæri og reyndist gott og farsælt aflaskip.

Guðjón hefur lánað safninu bátinn og mun Örkin ugglaust draga að sér athygli vegfarenda og gesta safnsins. Benjamín safnvörður tók vel á móti Örkinni enda gjörkunnugur hverju borði og saum í handaverki föður hans.

Kristinn Jónsson við bátinn fyrir 40 ára árum.

Skylt efni: rekaviður

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...