Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Benjamín Kristinsson við bátinn.
Benjamín Kristinsson við bátinn.
Fréttir 3. nóvember 2021

Síðasti báturinn úr rekavið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nýr safngripur hefur bæst við safnasvæði Byggðasafnsins í Húnaþingi vestra þegar báturinn Örkin var sett þar niður.

Báturinn er í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans, Kristni Jónssyni í fjárhúsunum á Seljanesi. Hann lauk við smíði bátsins árið 1981. Um er að ræða merkilegan bát að því er fram kemur á vefsíðu Húnaþings vestra þar sem sagt er frá þessu. Örkin mun samkvæmt bestu heimildum vera síðasti báturinn sem smíðaður var úr rekavið. Örkin var síðast gerð út á handfæri og reyndist gott og farsælt aflaskip.

Guðjón hefur lánað safninu bátinn og mun Örkin ugglaust draga að sér athygli vegfarenda og gesta safnsins. Benjamín safnvörður tók vel á móti Örkinni enda gjörkunnugur hverju borði og saum í handaverki föður hans.

Kristinn Jónsson við bátinn fyrir 40 ára árum.

Skylt efni: rekaviður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...