Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti
Fréttir 23. maí 2016

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði.

Í frétt á vef Landgræðslu ríkisins segir að verkefnið hafi staðið í þrjú ár og unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015.

Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi og Magnús H. Jóhannsson sviðsstjóri þróunarsviðs.

Í skýrslunni kemur fram að hægt er að draga úr kostnaði við flutning á seyru með því að nýta hana í heimabyggð í stað þess að flytja hana um langan veg til urðunar. Jafnframt því sem dregið er úr kostnaði við flutning er lífrænum efnum komið aftur inn í næringarefnahringrás náttúrunnar og næringarefni úr seyrunni nýtast plöntum til vaxtar og þar með til landbóta. Í þessu liggja tækifæri fyrir sveitarfélög á Íslandi því allt of víða er land lítt gróið og ekki í ásættanlegu ástandi.

Landgræðslan mælir með því að seyra sé notuð til uppgræðslu lands að þeim skilyrðum uppfylltum að farið sé eftir reglum er varða heilbrigðisöryggi og náttúruvernd. Urðun á seyru er í raun sóun á verðmætum.


Skýrslan í heild
 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.