Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það er gott fyrir viðskiptin að bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Í Bændahöllinni í Reykjavík er hleðsluaðstaða fyrir tvo bíla í boði fyrir viðskiptavini hótelsins.
Það er gott fyrir viðskiptin að bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Í Bændahöllinni í Reykjavík er hleðsluaðstaða fyrir tvo bíla í boði fyrir viðskiptavini hótelsins.
Mynd / TB
Fréttir 31. júlí 2019

Sextán stöðvar komnar upp undir merkjum Hleðslu í hlaði

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Þátttakendum í verkefninu Hleðsla í hlaði fer smám saman fjölgandi. Verkefnið var sett á laggirnar í upphafi árs 2017 með það markmið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla i sveitum landsins. 
 
Í dag eru 16 félagar innan Hey Iceland og Bændasamtaka Íslands búnir að setja upp hleðslustöðvar og eru tilbúnir að þjónusta ökumenn á rafmagnsbílum, þar af 14 gististaðir.  
 
Að sögn Berglindar Viktorsdóttur hjá Hey Iceland geta félagar í BÍ og Félagi ferðaþjónustubænda sótt um 50.000 kr. styrk í verkefnið sem þeir fá þegar stöðin er komin í gagnið. Þá býðst stærri gistiheimilum og hótelum að sækja um styrk í Orkusjóð, en sá styrkur getur numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við uppsetningu á hleðslustöð. Rafrænar umsóknir sendist um þjónustugátt af vef Orkustofnunar, www.os.is. Nánari upplýsingar um styrki Orkusjóðs er að finna á vef Orkustofnunar en umsóknarfrestur er til 15. ágúst næstkomandi. 
 
Ekki eftir neinu að bíða
 
Ljóst er að mjög gott tækifæri er fyrir bændur í ferðaþjónustu að skapa sér samkeppnisforskot með því að setja upp hleðslustöðvar um þessar mundir. 
 
„Það þarf að þétta net hleðslu­stöðva um land allt til að greiða aðgang þeirra sem keyra um á rafmagnsbílum. Eftir því sem rafbílum fjölgar á vegum landsins þá verða tækifærin fleiri fyrir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða viðskiptavinum að hlaða bílinn yfir nótt eða að staldra við í styttri tíma.  Það er ljóst að tækifærin liggja í loftinu og eru félagar Hey Iceland og Bændasamtakanna hvattir til að kynna sér málið betur og nýta sér þá styrki sem í boði eru þessa dagana,“ segir Berglind.
 
Kort og upplýsingar á vefnum
 
Upplýsingar um Hleðslu í hlaði og þá staði sem bjóða upp á rafhleðslu er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Allnokkrir hleðslustaðir eru komnir á kortið á vefsíðunni plugshare.com þar sem rafbílanotendur fá upplýsingar um hleðslukosti. Á vefsíðu Hey Iceland, heyiceland.is, má finna alla gististaði innan þeirra vébanda sem eru með hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
 
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f