Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til.
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til.
Mynd / peta.org
Fréttir 14. nóvember 2022

Sekt vegna mykjuleka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabú í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku var nýverið sektað vegna mykjuleka.

Rann mykjan út í nálægan læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst. Sektin nemur 10 þúsund bandaríkjadölum, eða tæpri 1,5 milljón króna.

Á býlinu sem um getur eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til. Gripirnir eru í þremur fjósum og er hreinsibúnaður gólfsins þannig að það er skolað með vatni. Afrennslið með mykjunni á eða átti að renna í stóra þró við fjósið.

Svo virðist sem niðurfallsrör undir grindunum í fjósinu hafi stíflast með þeim afleiðingum að útþynnt mykjan flæddi um stóran hluta gripahússins og þaðan nokkra kílómetra niður eftir nærliggjandi læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst.

Skylt efni: utan úr heimi

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...