Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til.
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til.
Mynd / peta.org
Fréttir 14. nóvember 2022

Sekt vegna mykjuleka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabú í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku var nýverið sektað vegna mykjuleka.

Rann mykjan út í nálægan læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst. Sektin nemur 10 þúsund bandaríkjadölum, eða tæpri 1,5 milljón króna.

Á býlinu sem um getur eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til. Gripirnir eru í þremur fjósum og er hreinsibúnaður gólfsins þannig að það er skolað með vatni. Afrennslið með mykjunni á eða átti að renna í stóra þró við fjósið.

Svo virðist sem niðurfallsrör undir grindunum í fjósinu hafi stíflast með þeim afleiðingum að útþynnt mykjan flæddi um stóran hluta gripahússins og þaðan nokkra kílómetra niður eftir nærliggjandi læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst.

Skylt efni: utan úr heimi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...