Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Tjörnesi.
Frá Tjörnesi.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. október 2019

Segir sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er fyrst og fremst tákn­ræn mótmæli  hjá okkur og við gerum ekkert frekar ráð fyrir að fleiri fylgi okkar fordæmi,“ segir Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, oddviti Tjörneshrepps, sem á dögunum sagði sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi, samtökum sveitar­félaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. 
 
Með úrsögninni vilji hreppurinn mótmæla þingsályktun sem kveður á um að 1000 íbúar skuli að lágmarki vera í hverju sveitarfélagi en hún var samþykkt á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga nýverið.
 
Kristaltært að þetta er stefnan
 
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson.
Aðalsteinn segir að gert sé ráð fyrir að við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2022 verði gengið út frá því að ekki verði færri en 250 íbúar í hverju sveitarfélagi. Í Tjörneshreppi eru nú um 55 íbúar. „Þetta snýst ekki svo mikið um Tjörneshrepp, miðað við þróunina síðustu áratugina erum við deyjandi sveitarfélag, við gerum okkur grein fyrir því að fyrr eða síðar þurfum við að sameinast öðum nema miklar breytingar eigi sér stað í íbúðaþróun sem eru ekki í kortunum. Engu að síður hefðum við kosið að vera ein áfram þangað til við sjálf hefðum ákveðið annað. Við viljum með þessu mótmæla þessari aðferðafræði sem við teljum ranga. Það er síður en svo að hægt sé að sýna fram á að sameining muni setja öll samfélög í betri stöðu en nú er. Það er verið að dæma ákveðin sveitarfélög til þess að verða jaðarsvæði í sínu samfélagi sem er aldrei spennandi kostur. Ég einhvern veginn trúði því að þessi tilskipun næði ekki fram að ganga núna en eftir aukalandsþingið um daginn er það orðið kristaltært að þetta er stefnan og ekki aftur snúið með það. Satt best að segja hélt ég alltaf að sveitarfélögin yrðu ekki þvinguð til sameiningar, ég hélt í þá von að svo yrði ekki,“ segir Aðalsteinn.
 
Skuldlaust sveitarfélaga með góða inneign í banka
 
Hann segir að sitt sjónarmið sé að hreppurinn hafi ekki neitt að gera með að vera innan samtaka sem vilji ekki að það sé til. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi að vera samband allra sveitarfélaga en sé það augljóslega ekki lengur. Hvað Eyþing varðar hafi hreppurinn lagt fram sitt framlag til starfseminnar, en þurfi nú að horfa í hverja krónu og betra sé að verja þeim fjármunum sem það hafi úr að spila í annað, nú þegar ljóst er að hreppurinn verði ekki til nema í rúm tvö ár í viðbót.
 
Tjörneshreppur er að hans sögn í góðum málum fjárhagslega, er skuldlaust sveitarfélag með góða inneign á bankareikningi. „Það eru ekki mörg sveitarfélög á landinu í þeirri stöðu,“ segir Aðalsteinn. Hreppurinn á í ágætu samstarfi við Norðurþing og önnur nágrannasveitarfélög m.a. í skóla-, öldrunar- og félagsmálum. 
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f