Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Mynd / BSE
Fréttir 3. maí 2021

Sauðfjárræktarverðlaun BSE fóru til bænda í Villingadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Bændur í Villingadal í Eyja­fjarðar­sveit, þau Árni Sigur­laugs­­son frá Ragnheiðarstöð­um í Flóa og Guðrún Jóns­­­dóttir, hlutu Sauðfjár­ræktarverð­laun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir góðar afurðir fjár­ins og snyrtilegan og vel rekinn búskap árið 2019.

Guðrún og Árni hófu búskap árið 1985 og til 2013 í félagsbúi með Ingibjörgu, systur Guðrúnar. Þær systur tóku við af foreldrum sínum, Jóni Hjálmarssyni og Hólmfríði Sigfúsdóttur, en afi og amma þeirra systra höfðu komið vestan úr Skagafirði og hófu búskap í Villingadal 1922.

Á fyrstu árum sínum í búskap byggðu Árni og Guðrún íbúðarhús og fjós og eru þau með um 20 kýr auk geldneyta og 150 kindur. Hjá þeim hefur umgengni og snyrtimennska verið áberandi og fallegt er að koma upp í Villingadal.

Í útreikningi vegna sauðfjárræktarverðlauna BSE kemur fram að í Ytri-Villingadal eru 119 ær með 36,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á, sem má nefna að vaxtarhraði er 143 g á dag í lömbum, gerð 10,8 og fituhlutfall 1,56. Afurðir eftir 25 gemlinga er 19,4 kg.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...