Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Mynd / BSE
Fréttir 3. maí 2021

Sauðfjárræktarverðlaun BSE fóru til bænda í Villingadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Bændur í Villingadal í Eyja­fjarðar­sveit, þau Árni Sigur­laugs­­son frá Ragnheiðarstöð­um í Flóa og Guðrún Jóns­­­dóttir, hlutu Sauðfjár­ræktarverð­laun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir góðar afurðir fjár­ins og snyrtilegan og vel rekinn búskap árið 2019.

Guðrún og Árni hófu búskap árið 1985 og til 2013 í félagsbúi með Ingibjörgu, systur Guðrúnar. Þær systur tóku við af foreldrum sínum, Jóni Hjálmarssyni og Hólmfríði Sigfúsdóttur, en afi og amma þeirra systra höfðu komið vestan úr Skagafirði og hófu búskap í Villingadal 1922.

Á fyrstu árum sínum í búskap byggðu Árni og Guðrún íbúðarhús og fjós og eru þau með um 20 kýr auk geldneyta og 150 kindur. Hjá þeim hefur umgengni og snyrtimennska verið áberandi og fallegt er að koma upp í Villingadal.

Í útreikningi vegna sauðfjárræktarverðlauna BSE kemur fram að í Ytri-Villingadal eru 119 ær með 36,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á, sem má nefna að vaxtarhraði er 143 g á dag í lömbum, gerð 10,8 og fituhlutfall 1,56. Afurðir eftir 25 gemlinga er 19,4 kg.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...