Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sauðfjárrækt nýtir ýmsa kosti frjáls markaðar
Fréttir 13. nóvember 2015

Sauðfjárrækt nýtir ýmsa kosti frjáls markaðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings og er unnin fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Skýrslan er unnin í tengslum við undirbúning endurnýjunar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárframleiðslu.


Í kafla sem nefnist helstu niðurstöður segir meðal annars að núverandi stuðningskerfi við sauðfjárbúskap nýti ýmsa kosti frjáls markaðar sem lýsir sér meðal annars í því að bændur ráða hvaða sláturleyfishafa þeir selja sláturfé og þar myndast samkeppni milli sláturhúsa. Sláturleyfishafar ráða hverjum eða hvaða kjötvinnslum þeir selja kjötið og á hvaða verði. Kjötvinnslur sem selja til verslunarinnar ráða því hverjum þeir selja og á hvaða verði. Verslanir ráða því á hvaða verði þær selja til almennings.

Nýliðun mest fjærst höfuðborginni

Nýliðun í búskap hér á landi er meiri eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu og líkleg ástæða þess er að jarðir í nágrenni höfuðborgarinnar séu dýrastar. Þar segir einnig að brotthvarf sé meira hjá þeim sem ungir eru en hjá þeim sem eru á miðjum aldri.

Verðþróun og neysla lambakjöts

Árið 1993 var lambakjöt ódýrasta kjötið á markaðnum en árið 2014 var það dýrara en svína- og alifuglakjöt og var nær nautakjöti í verði. Neysla þess minnkaði úr 30,7 kílóum á mann 1993 í 20,5 árið 2013. Á sama tíma fimmfaldaðist neysla á alifuglakjöti á mann og svínakjötsneysla jókst um 77% á mann.

Útflutningur hefur þrefaldast

Útflutningur lambakjöts hefur þrefaldast frá árinu 2002 og er aðal­ástæðan trúlega þróun á gengi krónunnar. Árið 2014 nam útflutningur sauðfjárafurða um 6.800 tonnum, þar af var kindakjöt og annar matur rúm 4.700 tonn en afgangurinn ull og gærur.

Stærsti hluti útflutts lambakjöts er selt sem kjöt án auðkenna í gegnum milliliði og lítill hluti markaðssettur sem íslenskt þótt hærra verð geti fengist þannig. Fryst vara er fyrirferðarmest í útflutningi þó að ferska varan eigi sennilega mest sóknarfæri. Útflutningur aukaafurða hefur aukist á undanförnum árum.

Kindakjöt er töluvert dýrara en annað kjöt á heimsmarkaði. Samkvæmt tölum FAO þrefaldaðist verð á kindakjöti 1990–2015 en verð á nautakjöti tvöfaldaðist, verð á svínakjöti stóð nokkurn veginn í stað og verð á alifuglakjöti hækkaði um 43%.

Á löngum tíma gæti lambakjötið öðlast þá stöðu að verða dýrasta og besta kjötið á innanlandsmarkaði, e.k. lúxusvara, stytta mætti þann tíma með markaðsátaki.

Beinn stuðningur 4,8 milljarðar

Beinn stuðningur ríkisins undir fjárlagalið „04-805: Greiðslur vegna sauðfjár-framleiðslu“ fyrir árið 2015 er 4.853,8 milljónir króna. Af þessu eru 2.498,4 milljónir króna í formi beingreiðslna eða 51,7%.

Möguleikar á framtíðarstuðningi

Í skýrslunni eru reifaðir  mögulegur framtíðarstuðningur við sauðfjárbúskap út frá fjórum vinnumarkmiðum, 1) stuðla að aukinni og arðbærri framleiðslu sauðfjárafurða með aukinn útflutning í huga, 2) efla sauðfjárræktina sem atvinnugrein í dreifðum byggðum, 3) bæta afkomu sauðfjárbænda og 4) auðvelda endurnýjun í stétt sauðfjárbænda.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...