Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX.
Mynd / smh
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því er beint til ÍSTEX að ullarflokkum sé fjölgað um tvo.

Að flokkunum SF1 (svartflekkótt) og MF1 (móflekkótt) sé bætt við þar sem skortur sé á ull til framleiðslu á prjónabandi. Hjá ÍSTEX hafa slíkir flokkar verið til umræðu en eins og staðan er núna eru önnur verkefni í forgangi.

Með tillögunni, sem kom frá fagnefnd búgreinadeildar sauðfjárbænda, fylgir greinargerð þar sem fram kemur að í ljósi þess að skortur sé á ull til að hægt sé að búa til stórar lotur af garni með því að blanda saman allri svartflekkóttri ull og allri móflekkóttri ull – og gera úr þessum tveimur litum úrvals prjónaband. „Þeir yrðu ekki eins milli ára, en fengju þá lotunúmer tengd hverju ári og væri eins og góð vín flokkuð eftir árgerðum,“ segir í tillögunni.

Ekki í forgangi eins og er

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir að eins og staðan sé núna vanti helst lambsull og hreina sauðaliti, en kannski ekki akkúrat þessa liti. „Þá myndu aukaflokkar auka vinnu bænda í flokkun, ásamt því að tefja þvott, auka liti í framleiðslu og öllu því sem fylgir því. Framleiðslan í Mosfellsbæ er nálægt hámarksafköstum og nú þegar svipaðir litir í Léttlopa, Álafosslopa og Plötulopa.

Þá skiptir rétt markaðssetning öllu máli. Stóra spurningin er hvort eftirspurn og hærra verð fylgi í raun,“ segir Sigurður.

Hann bætir því við að allt þetta þurfi að skoða mjög vel áður en ákvörðun er tekin um að fjölga flokkum. „Allt þetta þarf að skoða mjög vel áður en ákvörðun er tekin um að fjölga flokkum.

Þetta er nokkuð sem við förum yfir reglulega, en eins og staðan er þá eru önnur verkefni í forgangi. Hér mætti meðal annars nefna að nýta betur ull af veturgömlu fé til að auka magn af fínni og mýkri ull.“

Eftirspurn eftir náttúrulegum litum að aukast

„Þessir tveir flokkar hafa verið ræddir hér innanhúss undanfarin ár, til að minnka mislitan annan flokk (M2) og leita leiða til að auka verðmæti. Mislit lambsull var fyrsta skrefið sem var tekið og fékkst úr því mjúk og góð ull sem notuð er í handprjónaband. 

Þá fylgdi svartur og mórauður annar flokkur sem nýttur er til að spara litarefni og 1. flokks sauðaliti í bandlitum sem þola það. Þvottastöðin á Blönduósi hefur undanfarin ár búið til sérstakan náttúrulegan lit, „silver grey“, með að fjarlægja mórauðan hluta. Þessi litur hefur verið seldur erlendis í náttúrulegt gólfteppi ætluð fyrir skemmtiferðaskip þar sem liturinn fær að njóta sín. Ístex fær um 20-25 prósent hærra verð en annars fengist.

Þannig að tækifæri fyrir liti sem breytast eftir lotum er til staðar og þá virðist eftirspurn eftir náttúrulegum litum að aukast,“ segir Sigurður Sævar.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...