Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX.
Mynd / smh
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því er beint til ÍSTEX að ullarflokkum sé fjölgað um tvo.

Að flokkunum SF1 (svartflekkótt) og MF1 (móflekkótt) sé bætt við þar sem skortur sé á ull til framleiðslu á prjónabandi. Hjá ÍSTEX hafa slíkir flokkar verið til umræðu en eins og staðan er núna eru önnur verkefni í forgangi.

Með tillögunni, sem kom frá fagnefnd búgreinadeildar sauðfjárbænda, fylgir greinargerð þar sem fram kemur að í ljósi þess að skortur sé á ull til að hægt sé að búa til stórar lotur af garni með því að blanda saman allri svartflekkóttri ull og allri móflekkóttri ull – og gera úr þessum tveimur litum úrvals prjónaband. „Þeir yrðu ekki eins milli ára, en fengju þá lotunúmer tengd hverju ári og væri eins og góð vín flokkuð eftir árgerðum,“ segir í tillögunni.

Ekki í forgangi eins og er

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍSTEX, segir að eins og staðan sé núna vanti helst lambsull og hreina sauðaliti, en kannski ekki akkúrat þessa liti. „Þá myndu aukaflokkar auka vinnu bænda í flokkun, ásamt því að tefja þvott, auka liti í framleiðslu og öllu því sem fylgir því. Framleiðslan í Mosfellsbæ er nálægt hámarksafköstum og nú þegar svipaðir litir í Léttlopa, Álafosslopa og Plötulopa.

Þá skiptir rétt markaðssetning öllu máli. Stóra spurningin er hvort eftirspurn og hærra verð fylgi í raun,“ segir Sigurður.

Hann bætir því við að allt þetta þurfi að skoða mjög vel áður en ákvörðun er tekin um að fjölga flokkum. „Allt þetta þarf að skoða mjög vel áður en ákvörðun er tekin um að fjölga flokkum.

Þetta er nokkuð sem við förum yfir reglulega, en eins og staðan er þá eru önnur verkefni í forgangi. Hér mætti meðal annars nefna að nýta betur ull af veturgömlu fé til að auka magn af fínni og mýkri ull.“

Eftirspurn eftir náttúrulegum litum að aukast

„Þessir tveir flokkar hafa verið ræddir hér innanhúss undanfarin ár, til að minnka mislitan annan flokk (M2) og leita leiða til að auka verðmæti. Mislit lambsull var fyrsta skrefið sem var tekið og fékkst úr því mjúk og góð ull sem notuð er í handprjónaband. 

Þá fylgdi svartur og mórauður annar flokkur sem nýttur er til að spara litarefni og 1. flokks sauðaliti í bandlitum sem þola það. Þvottastöðin á Blönduósi hefur undanfarin ár búið til sérstakan náttúrulegan lit, „silver grey“, með að fjarlægja mórauðan hluta. Þessi litur hefur verið seldur erlendis í náttúrulegt gólfteppi ætluð fyrir skemmtiferðaskip þar sem liturinn fær að njóta sín. Ístex fær um 20-25 prósent hærra verð en annars fengist.

Þannig að tækifæri fyrir liti sem breytast eftir lotum er til staðar og þá virðist eftirspurn eftir náttúrulegum litum að aukast,“ segir Sigurður Sævar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...