Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem  hafa slegið í gegn á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel.
Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem hafa slegið í gegn á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel.
Mynd / MHH
Fréttir 11. ágúst

Sápur og egg til sölu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það gengur mjög vel, sápurnar seljast eins og heitar lummur og fólk er mjög ánægt með þær. Þetta eru handgerðar sápur, sem ég bý til, sem innihalda  tólg úr heimabyggð, auk lífrænna jurta og ilmkjarnaolíur,“ segir Maja Siska á bænum Skinnhúfu í Holtum í Rangárvallasýslu. 
 
Sápurnar selur hún í minnstu sápubúð Íslands, sem staðsett er í ísskáp á afleggjaranum heim til hennar. Í skápnum eru líka seld egg frá Judith og Sverri í Gíslholti, sem gengur líka mjög vel að selja. Maja segir að sápurnar hennar innihaldi engin kemísk gerviefni og mýkja húðina á sama tíma og þær hreinsa. „Svo veitir ekki af á COVID-19 tímanum að vera aðeins lengur að þvo sér  um hendurnar. Maður þarf að nudda sápustykkið aðeins og það hjálpar til að hreinsa hendurnar, frekar en að ýta á takka og fá fljótandi sápu sem er oft skolað strax af,“ bætir Maja við. Sápurnar hennar heita „Húð og hár“ og fást í margnota ferðaöskjum í ísskápnum og heima hjá henni. 

Skylt efni: sápur | beint frá býli

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...