Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lambakjöt.
Mynd / Odd Stefán.
Fréttir 26. júlí 2019

Samtök bænda telja skorta rökstuðning fyrir innflutningi á lambahryggjum

Höfundur: TB

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega umsögn vegna fyrirhugaðrar reglugerðar sem gengur út á að leyfa innflutning á lambahryggjum á opnum tollkvóta með magntolli sem er 172 kr. á kíló. Þau gagnrýna að innflutningsaðilar fái heimild til þess að flytja inn ótarkmarkað magn af lambahryggjum á því tímabili sem magntollarnir veru lágir og tollkvótar opnir.

Samtökin fengu send drög að reglugerð þann 23. júlí og er einungis veittur fjögurra daga frestur til að gera athugasemdir. Þær eru meðal annars að samtökin telja skort á gögnum sem rökstyðja þörfina á innflutningi. Í umsögninni segir að umsagnaraðilar telji í fyrsta lagi skort á skýrum forsendum fyrir tillögunni eins og hún liggur fyrir. „Fram þurfa að koma upplýsingar um hversu mikið magn er til nú þegar, hversu mikið magn vantar og hvernig verðþróunin í heildsölu hefur verið. Þetta eru allt lykilspurningar og svör við þeim þurfa að fylgja í greinargerð með tillögunni,“ segir í umsögn BÍ og LS.

Engar magntakmarkanir

Í öðru lagi gera umsagnaraðilar verulegar athugasemdir við það að það eru engin takmörk á því magni sem flytja má inn. Þannig getur söluaðili ákveðið að flytja inn á þessu tímabili hryggi sem hann hyggst selja í heilt ár eftir innflutning. „Samtökin telja algjört grundvallaratriði að magnið sé tengt þeim skorti sem er talinn vera.“

Magntollur ekki í samræmi við verðlagsþróun

Í þriðja lagi telja samtökin að það þurfi að vera markvissari forsendur fyrir upphæð magntolls, þ.e. 172 kr/kg. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur verið verðhjöðnun í smásölu á lambakjöti síðan 2015 og hafa þarf í huga að innflutningurinn raski ekki verðmyndun á innanlandsmarkaði,“ segir í umsögn LS og BÍ.

Umsögn BÍ og LS

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...