Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lambakjöt.
Mynd / Odd Stefán.
Fréttir 26. júlí 2019

Samtök bænda telja skorta rökstuðning fyrir innflutningi á lambahryggjum

Höfundur: TB

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega umsögn vegna fyrirhugaðrar reglugerðar sem gengur út á að leyfa innflutning á lambahryggjum á opnum tollkvóta með magntolli sem er 172 kr. á kíló. Þau gagnrýna að innflutningsaðilar fái heimild til þess að flytja inn ótarkmarkað magn af lambahryggjum á því tímabili sem magntollarnir veru lágir og tollkvótar opnir.

Samtökin fengu send drög að reglugerð þann 23. júlí og er einungis veittur fjögurra daga frestur til að gera athugasemdir. Þær eru meðal annars að samtökin telja skort á gögnum sem rökstyðja þörfina á innflutningi. Í umsögninni segir að umsagnaraðilar telji í fyrsta lagi skort á skýrum forsendum fyrir tillögunni eins og hún liggur fyrir. „Fram þurfa að koma upplýsingar um hversu mikið magn er til nú þegar, hversu mikið magn vantar og hvernig verðþróunin í heildsölu hefur verið. Þetta eru allt lykilspurningar og svör við þeim þurfa að fylgja í greinargerð með tillögunni,“ segir í umsögn BÍ og LS.

Engar magntakmarkanir

Í öðru lagi gera umsagnaraðilar verulegar athugasemdir við það að það eru engin takmörk á því magni sem flytja má inn. Þannig getur söluaðili ákveðið að flytja inn á þessu tímabili hryggi sem hann hyggst selja í heilt ár eftir innflutning. „Samtökin telja algjört grundvallaratriði að magnið sé tengt þeim skorti sem er talinn vera.“

Magntollur ekki í samræmi við verðlagsþróun

Í þriðja lagi telja samtökin að það þurfi að vera markvissari forsendur fyrir upphæð magntolls, þ.e. 172 kr/kg. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur verið verðhjöðnun í smásölu á lambakjöti síðan 2015 og hafa þarf í huga að innflutningurinn raski ekki verðmyndun á innanlandsmarkaði,“ segir í umsögn LS og BÍ.

Umsögn BÍ og LS

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...