Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lambakjöt.
Mynd / Odd Stefán.
Fréttir 26. júlí 2019

Samtök bænda telja skorta rökstuðning fyrir innflutningi á lambahryggjum

Höfundur: TB

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega umsögn vegna fyrirhugaðrar reglugerðar sem gengur út á að leyfa innflutning á lambahryggjum á opnum tollkvóta með magntolli sem er 172 kr. á kíló. Þau gagnrýna að innflutningsaðilar fái heimild til þess að flytja inn ótarkmarkað magn af lambahryggjum á því tímabili sem magntollarnir veru lágir og tollkvótar opnir.

Samtökin fengu send drög að reglugerð þann 23. júlí og er einungis veittur fjögurra daga frestur til að gera athugasemdir. Þær eru meðal annars að samtökin telja skort á gögnum sem rökstyðja þörfina á innflutningi. Í umsögninni segir að umsagnaraðilar telji í fyrsta lagi skort á skýrum forsendum fyrir tillögunni eins og hún liggur fyrir. „Fram þurfa að koma upplýsingar um hversu mikið magn er til nú þegar, hversu mikið magn vantar og hvernig verðþróunin í heildsölu hefur verið. Þetta eru allt lykilspurningar og svör við þeim þurfa að fylgja í greinargerð með tillögunni,“ segir í umsögn BÍ og LS.

Engar magntakmarkanir

Í öðru lagi gera umsagnaraðilar verulegar athugasemdir við það að það eru engin takmörk á því magni sem flytja má inn. Þannig getur söluaðili ákveðið að flytja inn á þessu tímabili hryggi sem hann hyggst selja í heilt ár eftir innflutning. „Samtökin telja algjört grundvallaratriði að magnið sé tengt þeim skorti sem er talinn vera.“

Magntollur ekki í samræmi við verðlagsþróun

Í þriðja lagi telja samtökin að það þurfi að vera markvissari forsendur fyrir upphæð magntolls, þ.e. 172 kr/kg. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur verið verðhjöðnun í smásölu á lambakjöti síðan 2015 og hafa þarf í huga að innflutningurinn raski ekki verðmyndun á innanlandsmarkaði,“ segir í umsögn LS og BÍ.

Umsögn BÍ og LS

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...