Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2022

Samtímasafni komið upp við voginn á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrr á þessu ári undirrituðu sveitarfélagið Múlaþing og ARS LONGA samtímalistasafn undir samkomulag um húsnæði við voginn á Djúpavogi. Húsnæðið mun hýsa hið nýstofnaða listasafn en gert er ráð fyrir stórfelldum endurbótum á húsnæðinu á komandi árum.

Safninu er ætlað að vera lifandi vettvangur í sífelldri endurnýjun um leið og safneign þess mun halda um ómetanlegan menningararf til frambúðar. Lagt er upp með að viðburðir og sýningarhald hefjist án mikilla breytinga húsnæðisins strax í sumar með „Rúllandi snjóbolta“, sem farið hefur fram í Bræðslunni á Djúpavogi frá árinu 2013.

Við sýningarlok verður farið í framkvæmdir en unnið er að fjármögnun og skipulagi við endurbætur húsnæðisins.

Sigurður Guðmundsson gaf nýverið tuttugu og sjö listaverk, sem spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans, til safnsins. Mynda verkin stofn að safnkosti ARS LONGA en má vænta að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn, jafnt erlendra sem íslenskra listamanna.

Skylt efni: Djúpavogur

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...