Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings (t.v.), og Sigurður Guðmundsson, myndlistarmaður og formaður stjórnar ARS LONGA, tókust í hendur eftir að samningurinn hafði verið undirritaður.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2022

Samtímasafni komið upp við voginn á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrr á þessu ári undirrituðu sveitarfélagið Múlaþing og ARS LONGA samtímalistasafn undir samkomulag um húsnæði við voginn á Djúpavogi. Húsnæðið mun hýsa hið nýstofnaða listasafn en gert er ráð fyrir stórfelldum endurbótum á húsnæðinu á komandi árum.

Safninu er ætlað að vera lifandi vettvangur í sífelldri endurnýjun um leið og safneign þess mun halda um ómetanlegan menningararf til frambúðar. Lagt er upp með að viðburðir og sýningarhald hefjist án mikilla breytinga húsnæðisins strax í sumar með „Rúllandi snjóbolta“, sem farið hefur fram í Bræðslunni á Djúpavogi frá árinu 2013.

Við sýningarlok verður farið í framkvæmdir en unnið er að fjármögnun og skipulagi við endurbætur húsnæðisins.

Sigurður Guðmundsson gaf nýverið tuttugu og sjö listaverk, sem spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans, til safnsins. Mynda verkin stofn að safnkosti ARS LONGA en má vænta að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af listaverkum eftir samtímalistamenn, jafnt erlendra sem íslenskra listamanna.

Skylt efni: Djúpavogur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...