Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. mars 2021

Samstarf Garðyrkjuskóla Íslands og Matís

Höfundur: Ritstjórn

Föstudaginn 19. mars hittust Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, og Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. en erindið var að ræða framhald á samstarfsverkefnum á vettvangi garðyrkjunnar og ýmsa möguleika þeim tengdum.

Matís hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að ræktun og landyrkju í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila. Með aukinni áherslu á umhverfismál, lýðheilsu og sjálfbærni í samfélaginu eykst þörfin fyrir frekari þekkingu og fjölbreyttari starfsemi á þessu sviði. Því standa vonir til þess að aukið samstarf Matís og Garðyrkjuskóla Íslands muni leiða til enn meiri grósku þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun á þessum vettvangi. 

Undirrituð var svohljóðandi viljayfirlýsing: 

,,Matís ohf. Kt. 670906-0190 staðfestir hér með vilja sinn til að auka samstarf um rannsóknar- og þróunarverkefni í garðyrkju í samstarfi við forsvarsaðila Garðyrkjuskóla Íslands kt. 560720-0410 og tengdra aðila.

Á undanförnum árum hefur Matís átt samstarf við fjölda aðila á vettvangi íslenskrar garðyrkju og hefur það samstarf einkennst af faglegum metnaði, gagnkvæmu trausti og virðingu í samskiptum.“

Gunnar Þorgeirsson væntir góðs af samstarfinu. ,,Það bíða fjölmörg verkefni úrlausnar og við höfum þá reynslu að innan Matís sé bæði að finna faglega getu og samstarfsgetu. Við hlökkum því til framhaldsins“.

 

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...