Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. mars 2021

Samstarf Garðyrkjuskóla Íslands og Matís

Höfundur: Ritstjórn

Föstudaginn 19. mars hittust Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, og Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. en erindið var að ræða framhald á samstarfsverkefnum á vettvangi garðyrkjunnar og ýmsa möguleika þeim tengdum.

Matís hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að ræktun og landyrkju í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila. Með aukinni áherslu á umhverfismál, lýðheilsu og sjálfbærni í samfélaginu eykst þörfin fyrir frekari þekkingu og fjölbreyttari starfsemi á þessu sviði. Því standa vonir til þess að aukið samstarf Matís og Garðyrkjuskóla Íslands muni leiða til enn meiri grósku þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun á þessum vettvangi. 

Undirrituð var svohljóðandi viljayfirlýsing: 

,,Matís ohf. Kt. 670906-0190 staðfestir hér með vilja sinn til að auka samstarf um rannsóknar- og þróunarverkefni í garðyrkju í samstarfi við forsvarsaðila Garðyrkjuskóla Íslands kt. 560720-0410 og tengdra aðila.

Á undanförnum árum hefur Matís átt samstarf við fjölda aðila á vettvangi íslenskrar garðyrkju og hefur það samstarf einkennst af faglegum metnaði, gagnkvæmu trausti og virðingu í samskiptum.“

Gunnar Þorgeirsson væntir góðs af samstarfinu. ,,Það bíða fjölmörg verkefni úrlausnar og við höfum þá reynslu að innan Matís sé bæði að finna faglega getu og samstarfsgetu. Við hlökkum því til framhaldsins“.

 

Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku
Fréttir 21. apríl 2021

Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku

Fyrir ári síðan var opnuð YouTube-rásin Leiðbeiningarefni um burðarhjálp, með my...

Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið
Fréttir 21. apríl 2021

Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið

Einn stærsti gallinn við lithium-ion bílarafhlöður og aðrar rafhlöður sömu gerða...

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags ...

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi s...

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi
Fréttir 19. apríl 2021

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reyk...

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum
Fréttir 19. apríl 2021

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum

Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru við hále...

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...