Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samið verði um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála
Mynd / BBL
Fréttir 8. maí 2017

Samið verði um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hefur skorað á umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, að semja við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála í sveitinni. 
 
Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fjöreggs fyrr í þessum mánuði er jafnframt bent á að brýnt sé að tryggja fé og aðstöðu til að bæta vöktun og efla rannsóknir á verndarsvæðinu. 
 
Markmið Fjöreggs eru verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. 
 
Félagið vinnur að mark­­miðum sínum með fræðslu, hvatn­ingu og umræðu um náttúru­­verndar­mál. 
 
Fyrsta málþing Fjöreggs var um fráveitumál en einnig hafa verið haldin málþing um jarðvarmavirkjanir og sambýli ferðamanna og íbúa í sveitinni, auk fjölda fræðslufunda um lífríkið og ástand þess, aðkomu almennings að skipulagsmálum og fleiri mál tengd markmiðum félagsins. 

Skylt efni: Fjöregg | Mývatn

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...