Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samið verði um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála
Mynd / BBL
Fréttir 8. maí 2017

Samið verði um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hefur skorað á umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttur, að semja við sveitarstjórn Skútustaðahrepps um framkvæmdir og fjármögnun fráveitumála í sveitinni. 
 
Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fjöreggs fyrr í þessum mánuði er jafnframt bent á að brýnt sé að tryggja fé og aðstöðu til að bæta vöktun og efla rannsóknir á verndarsvæðinu. 
 
Markmið Fjöreggs eru verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. 
 
Félagið vinnur að mark­­miðum sínum með fræðslu, hvatn­ingu og umræðu um náttúru­­verndar­mál. 
 
Fyrsta málþing Fjöreggs var um fráveitumál en einnig hafa verið haldin málþing um jarðvarmavirkjanir og sambýli ferðamanna og íbúa í sveitinni, auk fjölda fræðslufunda um lífríkið og ástand þess, aðkomu almennings að skipulagsmálum og fleiri mál tengd markmiðum félagsins. 

Skylt efni: Fjöregg | Mývatn

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...