Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Frá aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað.
Mynd / Skjámynd
Fréttir 28. apríl 2020

Sama stjórn heldur áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) héldu sinn fyrsta aðalfund þann 21. apríl í gegnum fjarfundabúnað. Samþykktir eru óbreyttar eftir fundinn og fékk stjórnin umboð á fundinum til að halda áfram.

Að sögn framkvæmdastjóra samtakanna, Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, gekk fundurinn snurðulaust fyrir sig, en fundarstjórn var í höndum Sveins Margeirssonar. Hún fór á fundinum yfir skýrslu um störf samtakanna og rekstrarreikning frá stofnun í nóvember síðastliðnum og fram að fundardegi, en hún er aðgengileg á nýjum vef samtakanna. Á fundinum fór hún einnig yfir vefinn; innihald hans og virkni.

Félagsgjöld fyrir árið 2020 eru 10.000 krónur fyrir fulla aðild og 5.000 fyrir auka aðild eins og samþykkt var á stofnfundinum.

Stjórn SSFM skipa áfam þau Karen Jónsdóttir formaður og Svava Hrönn Guðmundsdóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Guðný Harðardóttir, Þórhildur M. Jónsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson og verður stjórn áfram ólaunuð. Í varastjórn sitja einnig áfram þau Ólafur Loftsson fyrsti varamaður og Auður B. Ólafsdóttir annar varamaður.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...