Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir dúxaði á B.S. prófi í búvísindum með einkunnina 9,1
Mynd / smh
Fréttir 29. júní 2021

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir dúxaði á B.S. prófi í búvísindum með einkunnina 9,1

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Brautskráning nemenda úr búfræði og háskóladeildum Land­búnaðar­háskóla Íslands fór fram við hátíðlega athöfn frá Hjálma­kletti í Borgarnesi í byrjun júní. Alls voru 39 nemendur brautskráðir úr búfræði og af háskólabrautum.

Af búfræðibraut voru það 15 nemendur sem fengu nafnbótina búfræðingur og settu upp húfur.

Í BS námi kláruðu 6 úr búvísindum og 4 úr landslags­arkitektúr og 5 nemendur náttúru- og umhverfisfræði ásamt einum úr skógfræði.

Úr meistaranámi kláruðu 3 nemendur skipulagsfræði og 4 rannsóknarmiðað meistaranám, auk þess brautskráðist einn úr doktorsnámi. Mögulega er Covid að spila inn í að aðeins færri eru að brautskrást en í venjulegu ári.

Nemendurnir 39 sem útskrifuðust á dögunum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Með þeim á myndinni (lengst til vinstri) er Daði Már Kristófersson aðstoðarrektor og lengst til hægri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor.

Dúxaði í búvísindum með 9,1

Að loknu ávarpi Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rektors hófst braut­skráning búfræðinga. Þar hlaut Salbjörg Ragna Sævarsdóttir verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á B.S. prófi í búvísindum með einkunnina 9,1. Fékk hún að launum verðlaun frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nanna Vilborg Harðardóttir var með bestan árangur á B.S. prófi við skólann með einkunnina 8,45. Hún stundaði nám í landslagsarkitektúr.

Frábær árangur í hagfræði og bútæknigreinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Ástrós hlaut einnig verðlaun fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum og viðurkenningu fyrir frábæran árangur í lokaverkefni sem og verðlaun fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi.

Ásgerður Inna Antonsdóttir fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl. Hún fékk líka verðlaun fyrir frábæran árangur í nautgriparækt.

Eydís Ósk Jóhannesdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í sauðfjárrækt.

Á búvísindabraut hlaut Swan­hild Ylfa K R Leifsdóttir verð­laun fyrir verðlaun fyrir góðan árangur á B.S. prófi.

Elísabet Bjarna­dóttir hlaut verð­laun fyrir góðan árangur í skipulags- og landslags­arki­tektafögum. Elísabet hlaut einnig verð­laun fyrir góðan árangur í plöntu­notkun.

Nanna Vilborg Harðardóttir hlaut verðlaun fyrir góður árangur á B.S. prófi í landslagsarkitektúr.

Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á B.S prófi í náttúru- og umhverfisfræði.

Björk Kristjánsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur á B.S prófi í skóg­fræði.

Atli Steinn Sveinbjörnsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á M.S. prófi í skipulagsfræðum.

Julia C. Bos fékk verðlaun fyrir góð­an árangur í rannsóknarmiðuðu M.S. prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá brautskráðist einnig Þórunn Pétursdóttir með doktorspróf úr náttúru- og umhverfisfræði.

Þrjár styrkveitingar úr framfarasjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar

Þrjár styrkveitingar úr Framfara­sjóði Ingibjargar Guð­mundsdóttur og Þorvaldar Guð­munds­sonar voru veittar við athöfnina. Alls voru veittir styrkir að upphæð 400.000 kr. úr sjóðnum en tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsmenntunar og að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði Landbúnaðarháskólans.

Styrkina hlutu Esther Marloes Kapinga, en hún hóf MS nám í náttúru- og umhverfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðið haust og hlaut styrk fyrir verkefnið: Soil fauna community structure across a chronosequence with and without elevated levels of allochthonous resource input: A case study on Surtsey, Ellidaey and Heimaey.

Þá hlaut Anna Guðrún Þórðar­dóttir styrk, en hún hóf nám í búvísindum síðastliðið haust og snýr verkefnið hennar að því að meta erfðastuðla og erfðafylgni á milli byggingatengdra eiginleika hjá íslenska kúastofninum.

Jóhannes Kristjánsson hlaut einnig styrk en hann hóf nám í búvísindum haustið 2019 og snýr hans verkefni að holdastigi íslenskra mjólkurkúa.

Tvö hlutu styrki úr Blikastaðasjóði

Einnig voru veittir styrkir úr Blika­staðasjóði og afhenti Magnús Sig­steinsson, fulltrúi stofnenda þar, tvo styrki.

Þar hlaut Anna Guðrún Þórðar­dóttir 750.000 króna styrk til MS verkefnis í búvísindum og Jóhannes Kristjánsson hlaut einnig 750.000 kr. styrk til MS verkefnis í búvísindum.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskóla­námi frá Landbúnaðar­háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðar­vísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er stjórn sjóðsins heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðarháskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi.

Athöfninni á Hjálmakletti stýrði Daði Már Kristófersson að­stoðar­­­rektor og Birna Kristín Ásbjarnar­dóttir spilaði ljúfa tóna fyrir athöfnina. Eins fluttu þau Eva Margrét Jónudóttir og Jón Snorri Bergsson tónlistaratriði milli dagskrárliða.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...