Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 12. september 2018

Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Almennt má segja að sala á kindakjöti hafi verið nokkuð góð það sem af er þessu ári.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst var heildarsala frá upphafi sláturtíðar 2017 um 5.600 tonn af lambakjöti sem er sama magn og var selt á sama tímabili árið áður. Ekki eru komnar sölutölur fyrir ágústmánuð. 
 
 
Mikill útflutningur og birgðir í lágmarki
 
Mikið magn af kindakjöti var flutt út í sláturtíðinni síðastliðið haust.  Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að flytja út 3.691 tonn frá upphafi síðustu sláturtíðar. Sem er um 970 tonnum meira en á sama tíma árið áður.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst voru birgðir af lambakjöti um 1.138 tonn en voru á sama tíma árið áður um 1.816 tonn. 
 
 
Gera má ráð fyrir að innanlandssala í ágúst verði um 500 tonn og því verða birgðir við upphaf sláturtíðar um 600 tonn. Það er 500 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Sé litið til 5 ára meðaltals hafa birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar verið um 1.000 tonn.
 
Verðþróun
 
Vísitala neysluverðs mælir þróun verðlags hér á landi. Vísitala neysluverðs er byggð á fjölmörgum undir vísitölum, ein þeirra er vísitala lambakjöts, sem mælir þróun á smásöluverði lambakjöts.  Þróun vísitölu lambakjöts, það sem af er þessu ári, bendir til þess að verð til neytenda hafi staðið í stað frá síðasta hausti.  Yfir 5 ára tímabil hefur vísitala lambakjöts hins vegar lækkað um 10% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 9%.  Á sama tíma hefur afurðaverð til bænda lækkað um 35%.
 

5 myndir:

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...