Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 12. september 2018

Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Almennt má segja að sala á kindakjöti hafi verið nokkuð góð það sem af er þessu ári.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst var heildarsala frá upphafi sláturtíðar 2017 um 5.600 tonn af lambakjöti sem er sama magn og var selt á sama tímabili árið áður. Ekki eru komnar sölutölur fyrir ágústmánuð. 
 
 
Mikill útflutningur og birgðir í lágmarki
 
Mikið magn af kindakjöti var flutt út í sláturtíðinni síðastliðið haust.  Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að flytja út 3.691 tonn frá upphafi síðustu sláturtíðar. Sem er um 970 tonnum meira en á sama tíma árið áður.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst voru birgðir af lambakjöti um 1.138 tonn en voru á sama tíma árið áður um 1.816 tonn. 
 
 
Gera má ráð fyrir að innanlandssala í ágúst verði um 500 tonn og því verða birgðir við upphaf sláturtíðar um 600 tonn. Það er 500 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Sé litið til 5 ára meðaltals hafa birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar verið um 1.000 tonn.
 
Verðþróun
 
Vísitala neysluverðs mælir þróun verðlags hér á landi. Vísitala neysluverðs er byggð á fjölmörgum undir vísitölum, ein þeirra er vísitala lambakjöts, sem mælir þróun á smásöluverði lambakjöts.  Þróun vísitölu lambakjöts, það sem af er þessu ári, bendir til þess að verð til neytenda hafi staðið í stað frá síðasta hausti.  Yfir 5 ára tímabil hefur vísitala lambakjöts hins vegar lækkað um 10% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 9%.  Á sama tíma hefur afurðaverð til bænda lækkað um 35%.
 

5 myndir:

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara