Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 12. september 2018

Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Almennt má segja að sala á kindakjöti hafi verið nokkuð góð það sem af er þessu ári.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst var heildarsala frá upphafi sláturtíðar 2017 um 5.600 tonn af lambakjöti sem er sama magn og var selt á sama tímabili árið áður. Ekki eru komnar sölutölur fyrir ágústmánuð. 
 
 
Mikill útflutningur og birgðir í lágmarki
 
Mikið magn af kindakjöti var flutt út í sláturtíðinni síðastliðið haust.  Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að flytja út 3.691 tonn frá upphafi síðustu sláturtíðar. Sem er um 970 tonnum meira en á sama tíma árið áður.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst voru birgðir af lambakjöti um 1.138 tonn en voru á sama tíma árið áður um 1.816 tonn. 
 
 
Gera má ráð fyrir að innanlandssala í ágúst verði um 500 tonn og því verða birgðir við upphaf sláturtíðar um 600 tonn. Það er 500 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Sé litið til 5 ára meðaltals hafa birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar verið um 1.000 tonn.
 
Verðþróun
 
Vísitala neysluverðs mælir þróun verðlags hér á landi. Vísitala neysluverðs er byggð á fjölmörgum undir vísitölum, ein þeirra er vísitala lambakjöts, sem mælir þróun á smásöluverði lambakjöts.  Þróun vísitölu lambakjöts, það sem af er þessu ári, bendir til þess að verð til neytenda hafi staðið í stað frá síðasta hausti.  Yfir 5 ára tímabil hefur vísitala lambakjöts hins vegar lækkað um 10% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 9%.  Á sama tíma hefur afurðaverð til bænda lækkað um 35%.
 

5 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...