Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 12. september 2018

Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Almennt má segja að sala á kindakjöti hafi verið nokkuð góð það sem af er þessu ári.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst var heildarsala frá upphafi sláturtíðar 2017 um 5.600 tonn af lambakjöti sem er sama magn og var selt á sama tímabili árið áður. Ekki eru komnar sölutölur fyrir ágústmánuð. 
 
 
Mikill útflutningur og birgðir í lágmarki
 
Mikið magn af kindakjöti var flutt út í sláturtíðinni síðastliðið haust.  Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að flytja út 3.691 tonn frá upphafi síðustu sláturtíðar. Sem er um 970 tonnum meira en á sama tíma árið áður.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst voru birgðir af lambakjöti um 1.138 tonn en voru á sama tíma árið áður um 1.816 tonn. 
 
 
Gera má ráð fyrir að innanlandssala í ágúst verði um 500 tonn og því verða birgðir við upphaf sláturtíðar um 600 tonn. Það er 500 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Sé litið til 5 ára meðaltals hafa birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar verið um 1.000 tonn.
 
Verðþróun
 
Vísitala neysluverðs mælir þróun verðlags hér á landi. Vísitala neysluverðs er byggð á fjölmörgum undir vísitölum, ein þeirra er vísitala lambakjöts, sem mælir þróun á smásöluverði lambakjöts.  Þróun vísitölu lambakjöts, það sem af er þessu ári, bendir til þess að verð til neytenda hafi staðið í stað frá síðasta hausti.  Yfir 5 ára tímabil hefur vísitala lambakjöts hins vegar lækkað um 10% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 9%.  Á sama tíma hefur afurðaverð til bænda lækkað um 35%.
 

5 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...