Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 12. september 2018

Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Almennt má segja að sala á kindakjöti hafi verið nokkuð góð það sem af er þessu ári.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst var heildarsala frá upphafi sláturtíðar 2017 um 5.600 tonn af lambakjöti sem er sama magn og var selt á sama tímabili árið áður. Ekki eru komnar sölutölur fyrir ágústmánuð. 
 
 
Mikill útflutningur og birgðir í lágmarki
 
Mikið magn af kindakjöti var flutt út í sláturtíðinni síðastliðið haust.  Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að flytja út 3.691 tonn frá upphafi síðustu sláturtíðar. Sem er um 970 tonnum meira en á sama tíma árið áður.
 
Um mánaðamótin júlí/ágúst voru birgðir af lambakjöti um 1.138 tonn en voru á sama tíma árið áður um 1.816 tonn. 
 
 
Gera má ráð fyrir að innanlandssala í ágúst verði um 500 tonn og því verða birgðir við upphaf sláturtíðar um 600 tonn. Það er 500 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Sé litið til 5 ára meðaltals hafa birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar verið um 1.000 tonn.
 
Verðþróun
 
Vísitala neysluverðs mælir þróun verðlags hér á landi. Vísitala neysluverðs er byggð á fjölmörgum undir vísitölum, ein þeirra er vísitala lambakjöts, sem mælir þróun á smásöluverði lambakjöts.  Þróun vísitölu lambakjöts, það sem af er þessu ári, bendir til þess að verð til neytenda hafi staðið í stað frá síðasta hausti.  Yfir 5 ára tímabil hefur vísitala lambakjöts hins vegar lækkað um 10% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 9%.  Á sama tíma hefur afurðaverð til bænda lækkað um 35%.
 

5 myndir:

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...