Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Dýravelferð í fararbroddi eða orðrómur án innihalds
Á faglegum nótum 22. júlí 2025

Dýravelferð í fararbroddi eða orðrómur án innihalds

Höfundur: Þóra Hlín Friðriksdóttir, stjórnarmeðlimur Dýraverndarsambands Íslands.

Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé framarlega í dýravelferð en því miður er það ekki raunin.

Gildandi reglugerðir eru oft gamaldags og óskýrar og veita dýrum litla vernd í raun. Ofan á það bætist að eftirlit er of veikt og reglum illa framfylgt, eins og við hjá Dýraverndarsambandi Íslands þreytumst ekki á að benda á. Þetta á allt sérstaklega við í verksmiðjubúum þar sem hagsmunir markaðarins virðast vega þyngra en velferð dýranna.

Svín í slæmri stöðu

Skoðum stöðuna hjá svínum. Þessi forvitnu og gáfuðu dýr þurfa umhverfi sem kemur til móts við þeirra náttúrulega atferli, þau þurfa pláss til að hreyfa sig og hafa nóg að gera ásamt náttúrulegri dagsbirtu hluta dags. Slíkan aðbúnað fá þau sjaldnast. Núverandi reglur leyfa að halda þeim inni á steyptum gólfum eða rimlagólfum og þeim gert að aðlagast þrengslum og ónáttúrulegum aðstæðum. Þrátt fyrir að óheimilt sé að klippa tennur og hala svína, þá er algengt að það sé gert þar sem það er metið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að þau bregðist við aðstæðum með því að bíta í hala og eyru hvert annars. Það gera þau vegna þrengsla og leiða, en dýrin hafa yfirleitt ekkert við að vera. Hali grísanna er jafnvel klipptur af án deyfingar þrátt fyrir að það stangist á við reglur.

Þessi aðbúnaður stenst varla lög um velferð dýra, en eftirlit er bágborið og stjórnvöld grípa ekki inn í aðstæður.

Samkeppni um hillupláss

Þegar kallað er eftir auknum kröfum til dýravelferðar er því stundum borið við að ekki megi ganga of langt hérlendis þar sem Ísland sé í samkeppni við ríki þar sem kröfurnar eru lakari. Þó að staðan sé ekki nógu góð hér á landi, þá er hún sannarlega verri víða annars staðar, en ætlum við virkilega að keppa niður á við í velferð dýra til að komast í verslanir?

Iðnvædd matvælaframleiðsla hefur á síðustu áratugum í of miklum mæli haldið verði á matvöru niðri með því að láta dýrin bera kostnaðinn í formi verri aðbúnaðar. Þannig á markaðurinn ekki að virka, heldur verðum við að gera kröfu um að sjónarmið dýravelferðar séu alltaf hluti af því sem tekið er tillit til. Samhliða því að gera kröfur um bættan aðbúnað dýra á Íslandi hljótum við að vilja setja skýr viðmið um það hvaða kröfur um velferð innfluttar dýraafurðir þurfa að uppfylla.

Reglugerðir sem breytast lítið og framlengt fyrir svínaiðnaðinn

Ákvæði um pláss fyrir svín hefur lítið breyst í yfir 20 ár og í mörgum tilfellum eru þau miðuð við hámarksnýtingu fremur en þörf dýrsins til að þrífast og líða vel.

Þetta stenst ekki siðferðilega skoðun.

Í lögum um velferð dýra kemur fram í markmiðum laganna að dýr skuli ekki líða þjáningar og að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.

Það er gjarnan skrifað í lög og reglugerðir að dýrum skuli tryggð velferð og náttúruleg hegðun, en þegar raunverulegur aðbúnaður er skoðaður, lokaðir básar, engin dagsbirta eða hálmur til að róta í, sést að brotið er á réttindum svína þar sem þessi orð eru fagurgali ef ekki fylgir eftirlit og vilji til úrbóta.

Fyrir rúmlega 10 árum var sett reglugerð um velferð svína á Íslandi. Þar eru gerðar skýrar kröfur á úrbætur á aðbúnaði og bændur fengu rúman aðlögunartíma til að koma búum sínum í samræmi við lágmarksviðmið um velferð. Nú er árið 2025 og 10 ára frestur er liðinn. Ef Ísland vill í alvöru vera í fararbroddi í dýravelferð, þá þarf ekki fleiri yfirlýsingar heldur nýja sýn, ný lög og raunverulega framkvæmd.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...