Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí
Mynd / TB
Fréttir 12. júlí 2019

Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala á svínakjöti frá íslenskum bændum jókst um 1% í maí borið saman við söluna í maí 2018. Í tölum Búnaðarstofu Mast kemur fram að seld hafi verið rúm 568 tonn af svínakjöti í maí síðastliðnum sem er 1% aukning á milli ára. Þá var ársfjórðungssalan tæp 1.612 tonn sem er sama magn og á sama tímabili 2018. Miðað við heilt ár er um að ræða söluaukningu upp á 4,8%.
 
Vantar 0,6 prósentustig til að jafna kindakjötssöluna
 
Íslenskt svínakjöt er með 23,4% hlutdeild af sölu á öllu kjöti frá íslenskum bændum. Í fyrra voru seld rétt tæp 6.798 tonn. Svínakjöt skipar nú þriðja sætið á vinsældalistanum, næst á eftir kindakjöti og alifuglakjöti. Ekki munar þó nema 0,6 prósentustigum að svínakjötssala íslenskra bænda nái að jafna kindakjötssöluna hér á landi. 
 
Innflutningur eykst hratt á svínakjöti 
 
Greinilegt er að íslenskir svína­bændur eiga talsverð tækifæri í að auka framleiðslu sína til að mæta eftirspurn ef marka má innflutningstölur á svínakjöti. Í fyrra voru flutt inn tæp 905 tonn af svínakjöti. Frá janúar 2019 til maíloka var búið að flytja inn  tæp 568 tonn af svínakjöti sem er 62% umfram sex mánaða tollkvóta. Má því ætla að svínakjötsinnflutningurinn á þessu ári verði talsvert meiri en í fyrra. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir innlenda framleiðendur, en gagnrýni hefur komið fram á liðnum misserum og árum um að innflutningi hafi verið beitt til að halda niðri verði á kjöti frá íslenskum bændum.
 
Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...