Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí
Mynd / TB
Fréttir 12. júlí 2019

Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala á svínakjöti frá íslenskum bændum jókst um 1% í maí borið saman við söluna í maí 2018. Í tölum Búnaðarstofu Mast kemur fram að seld hafi verið rúm 568 tonn af svínakjöti í maí síðastliðnum sem er 1% aukning á milli ára. Þá var ársfjórðungssalan tæp 1.612 tonn sem er sama magn og á sama tímabili 2018. Miðað við heilt ár er um að ræða söluaukningu upp á 4,8%.
 
Vantar 0,6 prósentustig til að jafna kindakjötssöluna
 
Íslenskt svínakjöt er með 23,4% hlutdeild af sölu á öllu kjöti frá íslenskum bændum. Í fyrra voru seld rétt tæp 6.798 tonn. Svínakjöt skipar nú þriðja sætið á vinsældalistanum, næst á eftir kindakjöti og alifuglakjöti. Ekki munar þó nema 0,6 prósentustigum að svínakjötssala íslenskra bænda nái að jafna kindakjötssöluna hér á landi. 
 
Innflutningur eykst hratt á svínakjöti 
 
Greinilegt er að íslenskir svína­bændur eiga talsverð tækifæri í að auka framleiðslu sína til að mæta eftirspurn ef marka má innflutningstölur á svínakjöti. Í fyrra voru flutt inn tæp 905 tonn af svínakjöti. Frá janúar 2019 til maíloka var búið að flytja inn  tæp 568 tonn af svínakjöti sem er 62% umfram sex mánaða tollkvóta. Má því ætla að svínakjötsinnflutningurinn á þessu ári verði talsvert meiri en í fyrra. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir innlenda framleiðendur, en gagnrýni hefur komið fram á liðnum misserum og árum um að innflutningi hafi verið beitt til að halda niðri verði á kjöti frá íslenskum bændum.
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...