Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí
Mynd / TB
Fréttir 12. júlí 2019

Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala á svínakjöti frá íslenskum bændum jókst um 1% í maí borið saman við söluna í maí 2018. Í tölum Búnaðarstofu Mast kemur fram að seld hafi verið rúm 568 tonn af svínakjöti í maí síðastliðnum sem er 1% aukning á milli ára. Þá var ársfjórðungssalan tæp 1.612 tonn sem er sama magn og á sama tímabili 2018. Miðað við heilt ár er um að ræða söluaukningu upp á 4,8%.
 
Vantar 0,6 prósentustig til að jafna kindakjötssöluna
 
Íslenskt svínakjöt er með 23,4% hlutdeild af sölu á öllu kjöti frá íslenskum bændum. Í fyrra voru seld rétt tæp 6.798 tonn. Svínakjöt skipar nú þriðja sætið á vinsældalistanum, næst á eftir kindakjöti og alifuglakjöti. Ekki munar þó nema 0,6 prósentustigum að svínakjötssala íslenskra bænda nái að jafna kindakjötssöluna hér á landi. 
 
Innflutningur eykst hratt á svínakjöti 
 
Greinilegt er að íslenskir svína­bændur eiga talsverð tækifæri í að auka framleiðslu sína til að mæta eftirspurn ef marka má innflutningstölur á svínakjöti. Í fyrra voru flutt inn tæp 905 tonn af svínakjöti. Frá janúar 2019 til maíloka var búið að flytja inn  tæp 568 tonn af svínakjöti sem er 62% umfram sex mánaða tollkvóta. Má því ætla að svínakjötsinnflutningurinn á þessu ári verði talsvert meiri en í fyrra. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir innlenda framleiðendur, en gagnrýni hefur komið fram á liðnum misserum og árum um að innflutningi hafi verið beitt til að halda niðri verði á kjöti frá íslenskum bændum.
 
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...