Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Mynd / TB
Fréttir 29. júlí 2019

Rússinn er kominn til landsins!

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Menn ráku upp stór augu á götum Reykjavíkur á dögunum þegar sást til nýs Rússajeppa í borgarumferðinni. Þótt útlitið væri fornt var ljóst að þarna var glæný bifreið á ferðinni. 
 
Við nánari athugun reyndist eigandinn vera Eysteinn Yngvason en hann er að hefja innflutning á þessu virta rússneska ökutæki í gegnum fyrirtæki sitt, UAZ Iceland ehf.
 
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leyndi ekki aðdáun sinni á Rússanum þegar hann fyrir tilviljun hitti Eystein fyrir utan Bændahöllina.
 
Áður en jeppinn kemur hingað til lands er hann sendur í klössun í Þýskalandi. Þar er átt við vélina svo Rússinn komist í gegnum skráargat evrópskra mengunarvarna. Einnig er bíllinn með veglegum aukabúnaði, m.a. amerísku dráttarbeisli, gálga fyrir varadekk, stiga, toppgrind sem ber 300 kíló og efnismikla stuðara. Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns. Hann er búinn 113 hö fjölventla vél með Bosch innspýtingu, vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Nánari upplýsingar um Rússann er að finna á vefslóðinni www.russajeppar.is en Eysteinn segir að fljótlega skýrist hvað hann muni kosta. Það fari m.a. eftir því hvernig tollayfirvöld ákveða að skilgreina jeppann. Víst er að fyrir íslenska bændur getur Rússajeppinn verið góður kostur í búverkin. 
 
Rússinn verður fáanlegur með haustinu.
 
Rússinn er með vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns.
 
Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...