Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Akureyrarbær mun endurgreiða þeim sem haldið hafa skepnur í bæjarfélaginu undanfarin fjögur ár og greitt af þeim búfjárgjald. Bæjarráð ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða búfjárgjöld sem rukkuð hafa verið inn undanfarin fjögur ár.

Búfjárgjald er lagt á þá sem eru með skepnur, hross eða kindur svo dæmi sé tekið. Lög um búfjárhald tóku breytingum árið 2013, m.a. á þann veg að tekin var upp rafræn skráning og hún fluttist yfir til Matvælastofnunar, MAST. Gjaldið er einmitt m.a. hugsað til að standa straum af kostnaði við skráningu.

Nú hefur komið í ljós að Akureyrar­bær hefur rukkað búfjár­gjaldið án lagaheimildar og því samþykktu allir fulltrúar bæjarráðs að greiða þeim til baka sem borgað hafa gjaldið síðastliðin fjögur ár. Þann tíma hefur gjaldið verið 3.200 krónur og er um að ræða eitt gjald á hvern þann sem heldur skepnur, sama hversu margar þær eru. Gjaldendur þetta tímabili eru á bilinu 170 til 190 þannig að heildarendurgreiðsla til þeirra nemur ríflega 2 milljónum króna.

Skylt efni: búfjárgjald

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...