Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Akureyrarbær mun endurgreiða þeim sem haldið hafa skepnur í bæjarfélaginu undanfarin fjögur ár og greitt af þeim búfjárgjald. Bæjarráð ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða búfjárgjöld sem rukkuð hafa verið inn undanfarin fjögur ár.

Búfjárgjald er lagt á þá sem eru með skepnur, hross eða kindur svo dæmi sé tekið. Lög um búfjárhald tóku breytingum árið 2013, m.a. á þann veg að tekin var upp rafræn skráning og hún fluttist yfir til Matvælastofnunar, MAST. Gjaldið er einmitt m.a. hugsað til að standa straum af kostnaði við skráningu.

Nú hefur komið í ljós að Akureyrar­bær hefur rukkað búfjár­gjaldið án lagaheimildar og því samþykktu allir fulltrúar bæjarráðs að greiða þeim til baka sem borgað hafa gjaldið síðastliðin fjögur ár. Þann tíma hefur gjaldið verið 3.200 krónur og er um að ræða eitt gjald á hvern þann sem heldur skepnur, sama hversu margar þær eru. Gjaldendur þetta tímabili eru á bilinu 170 til 190 þannig að heildarendurgreiðsla til þeirra nemur ríflega 2 milljónum króna.

Skylt efni: búfjárgjald

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...