Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Akureyrarbær mun endurgreiða þeim sem haldið hafa skepnur í bæjarfélaginu undanfarin fjögur ár og greitt af þeim búfjárgjald. Bæjarráð ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða búfjárgjöld sem rukkuð hafa verið inn undanfarin fjögur ár.

Búfjárgjald er lagt á þá sem eru með skepnur, hross eða kindur svo dæmi sé tekið. Lög um búfjárhald tóku breytingum árið 2013, m.a. á þann veg að tekin var upp rafræn skráning og hún fluttist yfir til Matvælastofnunar, MAST. Gjaldið er einmitt m.a. hugsað til að standa straum af kostnaði við skráningu.

Nú hefur komið í ljós að Akureyrar­bær hefur rukkað búfjár­gjaldið án lagaheimildar og því samþykktu allir fulltrúar bæjarráðs að greiða þeim til baka sem borgað hafa gjaldið síðastliðin fjögur ár. Þann tíma hefur gjaldið verið 3.200 krónur og er um að ræða eitt gjald á hvern þann sem heldur skepnur, sama hversu margar þær eru. Gjaldendur þetta tímabili eru á bilinu 170 til 190 þannig að heildarendurgreiðsla til þeirra nemur ríflega 2 milljónum króna.

Skylt efni: búfjárgjald

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.