Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Árásarhegðun rotta er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19.
Fréttir 10. júní 2020

Rottur árásargjarnari vegna fæðuskorts

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisyfirvöld í Banda­ríkjum Norður-Ameríku hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við að rottur í að minnsta kosti tveimur borgum, New York og  New Orleans, sé óvenju árásargjarnar vegna minni fæðu í kjölfar COVID 19.

Fjöldi kvartana í Chicago vegna aukins ágangs rotta í matarleit hefur margfaldast undanfarnar vikur að sögn yfirvalda í borginni.

Árásarhegðun rottanna er rakin til minni matarúrgangs í gámum við veitingahús, á götum og í göturæsum í kjölfar þess að færri eru á ferli vegna COVID-19. Myndbönd sýna að rottur sem sótt hafa í ruslagáma, sem fram til þessa hafa verið örugg uppspretta fyrir þær, eru að slást um hvern bita og snúið sér að kannibalisma og farin á éta eigin afkvæmi.

Í viðvöruninni er sagt að rottur séu farnar að dreifa úr sér á stærri svæði og fólk beðið að hafa samband við meindýraeyði og fjarlægja fugla- og dýrafóður af opnum svæðum verði það vart við rottur á svæðum þar sem þær hafa ekki verið algengar áður.

Rottur eru yfirleitt í fæðuleit á nóttunni en samkvæmt frásögn íbúa í New Orleans kom viðkomandi að um 30 rottum saman á einni aðalgötu borgarinnar, Bourbon Street, um hábjartan dag að éta matarleifar sem einhver hafði kastað frá sér.

Samkvæmt áætlunum var ein rotta í New York fyrir hverjar 36 manneskjur árið 1949 en ári seinna var áætlað að í borginni væri ein rotta á hverja eina manneskju. Aukinn fjöldi rotta eða sýnileiki þeirra er meiri í kjölfar náttúruhamfara og farsótta.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f