Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forystumenn í ríkisstjórn, m.a. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra hafa lýst yfir vilja sínum til að takmarka jarðakaup erlendra auðmanna.
Forystumenn í ríkisstjórn, m.a. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra hafa lýst yfir vilja sínum til að takmarka jarðakaup erlendra auðmanna.
Mynd / Eggert Jóhannesson
Fréttir 26. júlí 2019

Ríkisstjórn boðar frumvarp um jarðakaup næsta haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar Íslands í því skyni að setja jarðakaupum erlendra auðmanna skorður hafa verið boðaðar. Starfshópur á vegum stjórn­arinnar hefur undanfarna mánuði unnið að málinu og er þess vænst að hægt verði að leggja frumvarp þessa efnis fram á Alþingi næsta vetur. 
 
Fréttir af jarðakaupum í liðinni viku hleyptu af stað líflegri umræðu um málin, en m.a. bárust af því fregnir að breski auðkýfingurinn James Arthur Ratcliffe, sem stendur á bak við fjárfestingafélagið Sólarsali ehf., hefði nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Fyrir á félagið þó nokkuð margar jarðir á norðaustanverðu landinu, bæði í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Sólarsala snúast að stórum hluta um veiðiréttindi sem fylgja eignarhaldinu og hefur félagið víða yfir að ráða meirihluta í veiðifélögum á þessum slóðum. 
 
Félag um fágætisferðamennsku keypti Atlastaði
 
Þá bárust einnig fregnir af því í liðinni viku að félagið Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience og rekur m.a. ferðaþjónustuna „Deplar Farm“ í Fljótum, hafi keypt jörðina Atlastaði i Svarfaðardal. Atlastaðir er næstfremsti bær í dalnum, um 20 kílómetrum frá Dalvík.  Það félag á fyrir nokkrar jarðir í Fljótum, m.a. Nesstaði, Knappstaði, Steinavelli og Stóru-Velli. Félagið rekur það sem kallað er fágætisferðaþjónusta og er markhópur þess einkum sterkefnaðir ferðamenn. Í boði er m.a. fjallaskíðamennska á Tröllaskaga, en stutt er að fara loftleiðina á milli Atlastaða og í Fljótin.
 

Félagið Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferða­þjón­ustufyrirtækisins Eleven Experience, rekur m.a. lúxusferðaþjónustu á jörðinni Deplum í Fljótum. Mynd / HKr.
 
Kaupendur jarðanna á Brúarlandi 2 í Þistilfirði og Atlastöðum í Svarfaðardal þinglýstu einungis afsali en ekki kaupsamningi samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra.
Ekki er því ljóst hvað greitt var fyrir jarðirnar.
 
Loks má nefna að fyrr í vikunni sagði Morgunblaðið frá því að svissneskir fjárfestar hefðu keypt veiðijarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd og deili eftir kaupin jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum. Um er að ræða jarðirnar Hvalgrafir, Tinda og Hvarfsdal. Félagið Búð ehf. er skráð fyrir þessum jörðum. Svissneskir fjárfestar koma einnig við jarðakaupasögu austanlands, tvær jarðir í þeim landsfjórðungi, Eyri við Fáskrúðsfjörð og Arnaldsstaðir við Kelduá í Fljótsdal eru í eigu Aldgate eigna sem aftur er í eigu David Jakob Blumer.
 
Land ekki eins og hver önnur vara
 
Forystumenn í ríkisstjórn, m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála-ráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar- og samgönguráðherra hafa lýst yfir vilja sínum til að takmarka jarðakaup erlendra auðmanna og boðað er að frumvarp þess efnis líti dagsins ljós næsta haust eða vetur. Haft er eftir forsætisráðherra að það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu, um það gildi aðrar reglur.
 
Þolir enga bið
 
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir í grein sem hann skrifaði að málið þoli ekki neina bið. Nauðsynlegt sé að styrkja þær stoðir sem snúa að lagasetningu vegna bújarða, slíkt geti ekki lengur beðið í tæknilegum öngstrætum stjórnsýslunnar þar sem það hafi verið statt á liðnum árum. „Jarðalögum þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar reglur varðandi eignarhald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlindir okkar úr landi,“ segir Jón Björn. Frændþjóðir okkar hafi þegar stigið slík skref, þannig að fordæmin séu fyrir hendi. 
 
Frændþjóðir með strangari reglur
 
Mun strangari reglur gilda bæði í Danmörku og Noregi um eignarhald á bújörðum, en hér á landi, einkum varðandi ábúðarskyldu á bújörðum í landbúnaðarnotkun. Kaupandi slíkra jarða þarf til að mynda að sækja um leyfi til yfirvalda áður en af kaupum verður og jafnvel þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. T.d. er horft til þess hver markmið með kaupum eru af hálfu kaupandans.
 
Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...