Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur
Fréttir 19. júní 2023

Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Máli vegna vörslusviptingar fjár lokið með sýknu. Málshöfðun byggðist á að MAST hefði misbeitt valdheimildum.

Landsréttur staðfesti með dómi 19. maí sl. sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða skaða- og miskabætur vegna vörslusviptingar. Landsréttur hafði áður ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað.

Forsaga málsins er sú að MAST gerði athugasemdir við aðbúnað og ástand fjár á býli en ábúendur brugðust ekki við. Stofnunin ákvað því að vörslusvipta og var féð í kjölfarið flutt í sláturhús haustið 2014. Byggðist málshöfðunin á að MAST hefði misbeitt vald- heimildum sínum og aðgerðir stofnunarinnar verið ólögmætar.

Í dómnum kemur meðal annars fram að í gögnum málsins sé getið um bágborið ástand á fénu og að vigtarseðlar úr sláturhúsi hafi sýnt fram á að ástand margra gripa hefði verið bágborið.

Jafnframt að talsvert hefði verið um vanmetafé sem ætla mætti að hefði að mestu leyti mátt rekja til lélegrar fóðrunar, brynningar og slæms aðbúnaðar.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...