Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur
Fréttir 19. júní 2023

Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Máli vegna vörslusviptingar fjár lokið með sýknu. Málshöfðun byggðist á að MAST hefði misbeitt valdheimildum.

Landsréttur staðfesti með dómi 19. maí sl. sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða skaða- og miskabætur vegna vörslusviptingar. Landsréttur hafði áður ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað.

Forsaga málsins er sú að MAST gerði athugasemdir við aðbúnað og ástand fjár á býli en ábúendur brugðust ekki við. Stofnunin ákvað því að vörslusvipta og var féð í kjölfarið flutt í sláturhús haustið 2014. Byggðist málshöfðunin á að MAST hefði misbeitt vald- heimildum sínum og aðgerðir stofnunarinnar verið ólögmætar.

Í dómnum kemur meðal annars fram að í gögnum málsins sé getið um bágborið ástand á fénu og að vigtarseðlar úr sláturhúsi hafi sýnt fram á að ástand margra gripa hefði verið bágborið.

Jafnframt að talsvert hefði verið um vanmetafé sem ætla mætti að hefði að mestu leyti mátt rekja til lélegrar fóðrunar, brynningar og slæms aðbúnaðar.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...