Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur
Fréttir 19. júní 2023

Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Máli vegna vörslusviptingar fjár lokið með sýknu. Málshöfðun byggðist á að MAST hefði misbeitt valdheimildum.

Landsréttur staðfesti með dómi 19. maí sl. sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða skaða- og miskabætur vegna vörslusviptingar. Landsréttur hafði áður ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað.

Forsaga málsins er sú að MAST gerði athugasemdir við aðbúnað og ástand fjár á býli en ábúendur brugðust ekki við. Stofnunin ákvað því að vörslusvipta og var féð í kjölfarið flutt í sláturhús haustið 2014. Byggðist málshöfðunin á að MAST hefði misbeitt vald- heimildum sínum og aðgerðir stofnunarinnar verið ólögmætar.

Í dómnum kemur meðal annars fram að í gögnum málsins sé getið um bágborið ástand á fénu og að vigtarseðlar úr sláturhúsi hafi sýnt fram á að ástand margra gripa hefði verið bágborið.

Jafnframt að talsvert hefði verið um vanmetafé sem ætla mætti að hefði að mestu leyti mátt rekja til lélegrar fóðrunar, brynningar og slæms aðbúnaðar.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...