Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Fréttir 3. desember 2018

Ríflega 30 þúsund rúllur farnar utan í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi. Skipið tekur um 5.700 rúllur í ferð. Þegar er búið að senda út ríflega 30 þúsund heyrúllur sem er samkvæmt samningi sem gerður var síðastliðið sumar.
 
Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Skagafirði hefur staðið í ströngu síðustu tvo mánuði, en hann er einn þeirra sem hefur umsjón með heyflutningum frá Íslandi til Noregs. 
 
Einkum og sér í lagi hefur hey verið sent utan frá norðanverðu landinu, enda gekk heyskapur vel á því svæði á liðnu sumri, heyfangur var góður og umframbirgðir verulegar. Bændur í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa selt hey til Noregs nú á haustdögum að sögn Ingólfs. 
Heyi hefur einkum verið skipað um borð í skipið á Sauðárkróki og Akureyri, en einnig hefur það í eitt skipti einnig haft viðkomu á Húsavík, Reyðarfirði og á Grundartanga.
 
Skipt um skip
 
Benedikt Hjaltason í Eyjafjarðarsveit hefur haft puttann á púlsinum varðandi heyflutninga frá sínu svæði og nefnir hann að bændur í Eyjafirði eigi enn þokkalegt magn sem hugsanlegt sé að senda út, en beðið sé átekta með hvort af frekari heysölu verður. Þegar hafi á bilinu 32 til 34 þúsund rúllur verið seldar til Noregs.
 
Antje hefur siglt milli landanna í alls 5 ferðum en heildarmagn í ferð er tæplega 6000 rúllur. Skipið er 130 metra langt og getur einungis lagt að stærri höfnum. Nú stendur til að flytja hey út með minna skipi sem hentar betur, þ.e. skipi sem getur lagt að á minni höfnunum en í kjölfarið minnka líka landflutningar sem er töluverður ávinningur. 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...