Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Fréttir 3. desember 2018

Ríflega 30 þúsund rúllur farnar utan í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi. Skipið tekur um 5.700 rúllur í ferð. Þegar er búið að senda út ríflega 30 þúsund heyrúllur sem er samkvæmt samningi sem gerður var síðastliðið sumar.
 
Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Skagafirði hefur staðið í ströngu síðustu tvo mánuði, en hann er einn þeirra sem hefur umsjón með heyflutningum frá Íslandi til Noregs. 
 
Einkum og sér í lagi hefur hey verið sent utan frá norðanverðu landinu, enda gekk heyskapur vel á því svæði á liðnu sumri, heyfangur var góður og umframbirgðir verulegar. Bændur í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa selt hey til Noregs nú á haustdögum að sögn Ingólfs. 
Heyi hefur einkum verið skipað um borð í skipið á Sauðárkróki og Akureyri, en einnig hefur það í eitt skipti einnig haft viðkomu á Húsavík, Reyðarfirði og á Grundartanga.
 
Skipt um skip
 
Benedikt Hjaltason í Eyjafjarðarsveit hefur haft puttann á púlsinum varðandi heyflutninga frá sínu svæði og nefnir hann að bændur í Eyjafirði eigi enn þokkalegt magn sem hugsanlegt sé að senda út, en beðið sé átekta með hvort af frekari heysölu verður. Þegar hafi á bilinu 32 til 34 þúsund rúllur verið seldar til Noregs.
 
Antje hefur siglt milli landanna í alls 5 ferðum en heildarmagn í ferð er tæplega 6000 rúllur. Skipið er 130 metra langt og getur einungis lagt að stærri höfnum. Nú stendur til að flytja hey út með minna skipi sem hentar betur, þ.e. skipi sem getur lagt að á minni höfnunum en í kjölfarið minnka líka landflutningar sem er töluverður ávinningur. 
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...