Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Riðuveiki mikið áfall fyrir bændur
Mynd / HKr
Fréttir 26. október 2020

Riðuveiki mikið áfall fyrir bændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Riðuveiki hef­ur verið staðfest í Tröllaskagahólfi. Mat­væla­stofn­un vinn­ur nú að öfl­un upp­lýs­inga og und­ir­bún­ingi aðgerða. 

Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og bóndi á Straumi, segir að fréttirnar af riðunni hræðilegar og að hugur allra í stjórn Landsambandsins og örugglega allra bænda á landinu sé hjá bændunum sem lenda í þessu áfalli.

Skorið niður þar sem smit greinist

„Í raun er það í höndum Mast hvernig brugðist verður við og þeirra að skipuleggja næst aðgerðir sem eru væntanlega að skera niður allt fé á þeim bæjum sem smit greinist á.

Samkvæmt búvörusamningi fá bændurnir bætur samkvæmt reglugerð sem landbúnaðarráðuneytið greiðir.“

Allt fé urðað

„Samkvæmt lögum er allt fé á bæjum þar sem riða greinist urðað en ekki er talin að hætta stafi frá afurðum að bæjunum frá því í haust þrátt smit núna.“

Guðfinna segir misjafnt milli tilfella hversu langt þarf að líða frá því að skorið er niður og þar til að hefja má sauðfjárrækt aftur. „Yfirleitt er það tvö ár en komi upp sérstakar aðstæður getur það verið þrjú ár.“

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...