Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hótel Saga.
Hótel Saga.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 4. júní 2020

Reynt að bjarga rekstrinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rekstur Hótel Sögu er erfiður og allt bendir til að fyrir­tækið fari í tímabundnar heimild­ir til fjárhagslegrar endur­skipu­lagningar atvinnu­fyrirtækja nái frumvarp Áslaugar Örnu Sigur­björnsdóttur dóms­mála­ráðherra fram að ganga.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­samtakanna, segir að aðgerðir til að bjarga rekstri hótelsins séu spurning um líf eða dauða Hótel Sögu.

Gunnar segir að það sem sé efst á baugi hvað varðar Hótel Sögu sé að koma rekstrinum í skjól.

„Það er grundvallað á lagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og við eygjum von í að verði að lögum í vikunni. Verði frumvarpið að lögun jafngildir það greiðslustöðvun fyrir reksturinn sem hægt verður að sækja um í þrjá mánuði til að byrja með og á sama tíma er settur tilsjónarmaður með rekstrinum meðan á greiðslustöðvuninni stendur.

Við vonum að þriggja mánaða skjól muni hjálpa okkur til að sjá hver þróunin í ferðamálum verður og horfum til þess að sjá hver þróunin verður eftir 15. júní eftir að landið opnast og hvað gerist í raun.“

Aukning í hlutafé

Ein þeirra leiða sem stjórnendur Hótel Sögu hafa viðrað er að auka hlutafé í rekstrinum. Gunnar segir að eins og staðan sé í dag verði að leita allra leiða til að tryggja hagsmuni Bændasamtakanna í eigninni Bændahöllin ehf. og rétta reksturinn af. Það sé ekki einfalt verk að auka hlutaféð á meðan takmarkað aðgengi sé að landinu.

„Áhugi á hlutabréfum í rekstrinum hefur ekki verið mikill en það hefur verið sýndur áhugi á að kaupa hótelið í heilu lagi. „Það hefur samt ekki komið formlegt tilboð og ekkert í hendi með það. Við þurfum einnig að eiga samtal við okkar helstu lánardrottna áður en nokkrar ákvarðanir um sölu eru teknar.“

Reynt að tryggja launagreiðslur og takmarkaðan rekstur

„Hótelið er á hlutabótaleið með launagreiðslur og leiðin gerir ráð fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki fjármagni 100% laun og fái endurbætur frá ríkinu af 85% launa eftir 30 daga. Hluti af rekstrarvanda hótelsins núna er að brúa það bil og tryggja takmarkaðan rekstur í mánuð til viðbótar,“ segir Gunnar  Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...