Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hótel Saga.
Hótel Saga.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 4. júní 2020

Reynt að bjarga rekstrinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rekstur Hótel Sögu er erfiður og allt bendir til að fyrir­tækið fari í tímabundnar heimild­ir til fjárhagslegrar endur­skipu­lagningar atvinnu­fyrirtækja nái frumvarp Áslaugar Örnu Sigur­björnsdóttur dóms­mála­ráðherra fram að ganga.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­samtakanna, segir að aðgerðir til að bjarga rekstri hótelsins séu spurning um líf eða dauða Hótel Sögu.

Gunnar segir að það sem sé efst á baugi hvað varðar Hótel Sögu sé að koma rekstrinum í skjól.

„Það er grundvallað á lagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og við eygjum von í að verði að lögum í vikunni. Verði frumvarpið að lögun jafngildir það greiðslustöðvun fyrir reksturinn sem hægt verður að sækja um í þrjá mánuði til að byrja með og á sama tíma er settur tilsjónarmaður með rekstrinum meðan á greiðslustöðvuninni stendur.

Við vonum að þriggja mánaða skjól muni hjálpa okkur til að sjá hver þróunin í ferðamálum verður og horfum til þess að sjá hver þróunin verður eftir 15. júní eftir að landið opnast og hvað gerist í raun.“

Aukning í hlutafé

Ein þeirra leiða sem stjórnendur Hótel Sögu hafa viðrað er að auka hlutafé í rekstrinum. Gunnar segir að eins og staðan sé í dag verði að leita allra leiða til að tryggja hagsmuni Bændasamtakanna í eigninni Bændahöllin ehf. og rétta reksturinn af. Það sé ekki einfalt verk að auka hlutaféð á meðan takmarkað aðgengi sé að landinu.

„Áhugi á hlutabréfum í rekstrinum hefur ekki verið mikill en það hefur verið sýndur áhugi á að kaupa hótelið í heilu lagi. „Það hefur samt ekki komið formlegt tilboð og ekkert í hendi með það. Við þurfum einnig að eiga samtal við okkar helstu lánardrottna áður en nokkrar ákvarðanir um sölu eru teknar.“

Reynt að tryggja launagreiðslur og takmarkaðan rekstur

„Hótelið er á hlutabótaleið með launagreiðslur og leiðin gerir ráð fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki fjármagni 100% laun og fái endurbætur frá ríkinu af 85% launa eftir 30 daga. Hluti af rekstrarvanda hótelsins núna er að brúa það bil og tryggja takmarkaðan rekstur í mánuð til viðbótar,“ segir Gunnar  Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...