Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Friðrik Ólafsson stórmeistari.
Friðrik Ólafsson stórmeistari.
Mynd / Skáksambandið
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölmennasta og glæsilegasta skákmót sem haldið er árlega á Íslandi.

Mótið núna var haldið Friðrik Ólafssyni til heiðurs, en eins og margir vita lést hann fyrir fáeinum dögum síðan. Friðrik var fyrsti stórmeistari Íslendinga og má segja að hann hafi rutt brautina fyrir aðra skákmenn sem á eftir komu.

Eins og áður segir þá er Reykjavík Open risavaxið skákmót og taka meira en 400 keppendur þátt í mótinu og hefur svo verið í nokkur ár. Loka þurfti fyrir skráningu í lok mars, þar sem ekki var pláss fyrir fleiri í mótinu. Reykjavík Open er eina mótið á Íslandi þar sem fleiri erlendir skákmenn taka þátt en innlendir, sem segir okkur að mótið sé orðið eitt af þeim stóru alþjóðlegu skákmótum sem margir vilja vera með í. Mótið hefur einnig þá sérstöðu að það er ekki flokkaskipt, hvorki eftir stigum né aldri. Allir tefla í sama opna flokknum og líkur á því að tefla við stórmeistara eru því ágætar.

424 keppendur eru skráðir til leiks og þar af „aðeins“ 90 Íslendingar. Erlendu keppendurnir koma alls staðar að úr heiminum, en skákmenn frá 50 þjóðlöndum og af öllum getustigum, frá sterkum stórmeisturum niður í stiglausa skákmenn, mæta til leiks. 35 stórmeistarar taka þátt í mótinu og fjöldinn allur af öðrum titilhöfum. Tefldar verða 9 umferðir á 7 dögum og hægt verður að taka 3 sinnum sjálfvalda yfirsetu (bye) í mótinu. Fyrir sjálfvalda yfirsetu fæst hálfur vinningur.

Það hefur færst mjög í vöxt að undanförnu að mótshaldarar bjóði upp á að keppendur geti tekið sjálfvalda yfirsetu í mótum, oftast 1–3 sinnum. Aldrei þó í lokaumferðinni. Margir notfæra sér það og þá sérstaklega erlendir keppendur og geta þá skoðað landið eitthvað í leiðinni og kíkt t.d. á gröf Fischers í Laugdælakirkjugarði, sem er mjög vinsælt að gera. Gera má ráð fyrir mikilli umferð af „skáktúristum“ í Laugdælakirkjugarði dagana sem mótið stendur yfir.

Þetta er síðasti skákpistillinn sem undirritaður skrifar í Bændablaðið og ég vona að lesendur hafi haft gaman af. Bændablaðið þakkar Hermanni afar skemmtilega og fróðlega pistla.

Bændablaðið þakkar Hermanni afar skemmtilega og fróðlega pistla

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f