Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. desember 2015

Reykjagarður með nýtt kjúklingaeldishús í undirbúningi

Höfundur: smh
Í undirbúningi er hjá Reykjagarði hf. að reka stórt kjúklingaeldishús í landi Jarlsstaða í Landsveit. 
 
Fréttir bárust af því í byrjun desember að Sláturfélag Suðurlands (SS) hygðist standa að þessari framkvæmd og reisa húsið, en það er ekki rétt. Reykjagarður er hins vegar dótturfyrirtæki SS. 
Í áðurnefndum fréttum kom fram að hætt hefði verið við fyrir­hugaða staðsetningu við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., staðfestir að byggingunni hafi verið fundin ný staðsetning á sömu jörð – fjarri vatnsbólum. 
„Eigandi jarðarinnar mun reisa húsin en Reykjagarður hf. mun leigja þau. Þetta er því samstarfsverkefni Reykjagarðs hf. og viðkomandi landeiganda, þar sem báðir hafa hag af slíku samstarfi. Reykjagarður hf. hefur áður gert slíka samstarfssamninga með góðum árangri á undanförnum árum,“ segir Matthías.
 
Stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga
 
Matthías segir að framkvæmdir gætu hafist núna í vetur og húsin verið komin í gagnið næsta haust. Aðallega sé um lið í endurskipulagningu að ræða – fá ný og betri hús – en einnig að færa kjúklingaeldið nær sláturhúsinu þeirra, sem sé staðsett á Hellu.
 
Matthías segir að þegar séu nokkur bú á landinu sem séu mun stærri en þetta bú. „Það verður stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga ef öll eldisplássin eru í gangi í einu, sem verður þó ekki alltaf raunin. Þetta verða tvö 1.700 fermetra hús og hvort um sig með tvö eldispláss.
 
Í alþjóðlegu samhengi er þetta smátt bú. Þetta er þó stór áfangi í að gera Reykjagarð samkeppnishæfari til lengri tíma litið við aukna samkeppni erlendis frá,“ segir Matthías.
 
Reykjagarður hf. rekur kjúklingabú á tíu stöðum á Suður- og Vesturlandi og eru með um 40–45 prósent markaðshlutdeild af íslenskum framleiðendum.             
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.