Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. desember 2015

Reykjagarður með nýtt kjúklingaeldishús í undirbúningi

Höfundur: smh
Í undirbúningi er hjá Reykjagarði hf. að reka stórt kjúklingaeldishús í landi Jarlsstaða í Landsveit. 
 
Fréttir bárust af því í byrjun desember að Sláturfélag Suðurlands (SS) hygðist standa að þessari framkvæmd og reisa húsið, en það er ekki rétt. Reykjagarður er hins vegar dótturfyrirtæki SS. 
Í áðurnefndum fréttum kom fram að hætt hefði verið við fyrir­hugaða staðsetningu við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., staðfestir að byggingunni hafi verið fundin ný staðsetning á sömu jörð – fjarri vatnsbólum. 
„Eigandi jarðarinnar mun reisa húsin en Reykjagarður hf. mun leigja þau. Þetta er því samstarfsverkefni Reykjagarðs hf. og viðkomandi landeiganda, þar sem báðir hafa hag af slíku samstarfi. Reykjagarður hf. hefur áður gert slíka samstarfssamninga með góðum árangri á undanförnum árum,“ segir Matthías.
 
Stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga
 
Matthías segir að framkvæmdir gætu hafist núna í vetur og húsin verið komin í gagnið næsta haust. Aðallega sé um lið í endurskipulagningu að ræða – fá ný og betri hús – en einnig að færa kjúklingaeldið nær sláturhúsinu þeirra, sem sé staðsett á Hellu.
 
Matthías segir að þegar séu nokkur bú á landinu sem séu mun stærri en þetta bú. „Það verður stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga ef öll eldisplássin eru í gangi í einu, sem verður þó ekki alltaf raunin. Þetta verða tvö 1.700 fermetra hús og hvort um sig með tvö eldispláss.
 
Í alþjóðlegu samhengi er þetta smátt bú. Þetta er þó stór áfangi í að gera Reykjagarð samkeppnishæfari til lengri tíma litið við aukna samkeppni erlendis frá,“ segir Matthías.
 
Reykjagarður hf. rekur kjúklingabú á tíu stöðum á Suður- og Vesturlandi og eru með um 40–45 prósent markaðshlutdeild af íslenskum framleiðendum.             
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...