Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. desember 2015

Reykjagarður með nýtt kjúklingaeldishús í undirbúningi

Höfundur: smh
Í undirbúningi er hjá Reykjagarði hf. að reka stórt kjúklingaeldishús í landi Jarlsstaða í Landsveit. 
 
Fréttir bárust af því í byrjun desember að Sláturfélag Suðurlands (SS) hygðist standa að þessari framkvæmd og reisa húsið, en það er ekki rétt. Reykjagarður er hins vegar dótturfyrirtæki SS. 
Í áðurnefndum fréttum kom fram að hætt hefði verið við fyrir­hugaða staðsetningu við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., staðfestir að byggingunni hafi verið fundin ný staðsetning á sömu jörð – fjarri vatnsbólum. 
„Eigandi jarðarinnar mun reisa húsin en Reykjagarður hf. mun leigja þau. Þetta er því samstarfsverkefni Reykjagarðs hf. og viðkomandi landeiganda, þar sem báðir hafa hag af slíku samstarfi. Reykjagarður hf. hefur áður gert slíka samstarfssamninga með góðum árangri á undanförnum árum,“ segir Matthías.
 
Stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga
 
Matthías segir að framkvæmdir gætu hafist núna í vetur og húsin verið komin í gagnið næsta haust. Aðallega sé um lið í endurskipulagningu að ræða – fá ný og betri hús – en einnig að færa kjúklingaeldið nær sláturhúsinu þeirra, sem sé staðsett á Hellu.
 
Matthías segir að þegar séu nokkur bú á landinu sem séu mun stærri en þetta bú. „Það verður stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga ef öll eldisplássin eru í gangi í einu, sem verður þó ekki alltaf raunin. Þetta verða tvö 1.700 fermetra hús og hvort um sig með tvö eldispláss.
 
Í alþjóðlegu samhengi er þetta smátt bú. Þetta er þó stór áfangi í að gera Reykjagarð samkeppnishæfari til lengri tíma litið við aukna samkeppni erlendis frá,“ segir Matthías.
 
Reykjagarður hf. rekur kjúklingabú á tíu stöðum á Suður- og Vesturlandi og eru með um 40–45 prósent markaðshlutdeild af íslenskum framleiðendum.             
Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...