Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. desember 2015

Reykjagarður með nýtt kjúklingaeldishús í undirbúningi

Höfundur: smh
Í undirbúningi er hjá Reykjagarði hf. að reka stórt kjúklingaeldishús í landi Jarlsstaða í Landsveit. 
 
Fréttir bárust af því í byrjun desember að Sláturfélag Suðurlands (SS) hygðist standa að þessari framkvæmd og reisa húsið, en það er ekki rétt. Reykjagarður er hins vegar dótturfyrirtæki SS. 
Í áðurnefndum fréttum kom fram að hætt hefði verið við fyrir­hugaða staðsetningu við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., staðfestir að byggingunni hafi verið fundin ný staðsetning á sömu jörð – fjarri vatnsbólum. 
„Eigandi jarðarinnar mun reisa húsin en Reykjagarður hf. mun leigja þau. Þetta er því samstarfsverkefni Reykjagarðs hf. og viðkomandi landeiganda, þar sem báðir hafa hag af slíku samstarfi. Reykjagarður hf. hefur áður gert slíka samstarfssamninga með góðum árangri á undanförnum árum,“ segir Matthías.
 
Stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga
 
Matthías segir að framkvæmdir gætu hafist núna í vetur og húsin verið komin í gagnið næsta haust. Aðallega sé um lið í endurskipulagningu að ræða – fá ný og betri hús – en einnig að færa kjúklingaeldið nær sláturhúsinu þeirra, sem sé staðsett á Hellu.
 
Matthías segir að þegar séu nokkur bú á landinu sem séu mun stærri en þetta bú. „Það verður stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga ef öll eldisplássin eru í gangi í einu, sem verður þó ekki alltaf raunin. Þetta verða tvö 1.700 fermetra hús og hvort um sig með tvö eldispláss.
 
Í alþjóðlegu samhengi er þetta smátt bú. Þetta er þó stór áfangi í að gera Reykjagarð samkeppnishæfari til lengri tíma litið við aukna samkeppni erlendis frá,“ segir Matthías.
 
Reykjagarður hf. rekur kjúklingabú á tíu stöðum á Suður- og Vesturlandi og eru með um 40–45 prósent markaðshlutdeild af íslenskum framleiðendum.             
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara