Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. desember 2015

Reykjagarður með nýtt kjúklingaeldishús í undirbúningi

Höfundur: smh
Í undirbúningi er hjá Reykjagarði hf. að reka stórt kjúklingaeldishús í landi Jarlsstaða í Landsveit. 
 
Fréttir bárust af því í byrjun desember að Sláturfélag Suðurlands (SS) hygðist standa að þessari framkvæmd og reisa húsið, en það er ekki rétt. Reykjagarður er hins vegar dótturfyrirtæki SS. 
Í áðurnefndum fréttum kom fram að hætt hefði verið við fyrir­hugaða staðsetningu við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., staðfestir að byggingunni hafi verið fundin ný staðsetning á sömu jörð – fjarri vatnsbólum. 
„Eigandi jarðarinnar mun reisa húsin en Reykjagarður hf. mun leigja þau. Þetta er því samstarfsverkefni Reykjagarðs hf. og viðkomandi landeiganda, þar sem báðir hafa hag af slíku samstarfi. Reykjagarður hf. hefur áður gert slíka samstarfssamninga með góðum árangri á undanförnum árum,“ segir Matthías.
 
Stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga
 
Matthías segir að framkvæmdir gætu hafist núna í vetur og húsin verið komin í gagnið næsta haust. Aðallega sé um lið í endurskipulagningu að ræða – fá ný og betri hús – en einnig að færa kjúklingaeldið nær sláturhúsinu þeirra, sem sé staðsett á Hellu.
 
Matthías segir að þegar séu nokkur bú á landinu sem séu mun stærri en þetta bú. „Það verður stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga ef öll eldisplássin eru í gangi í einu, sem verður þó ekki alltaf raunin. Þetta verða tvö 1.700 fermetra hús og hvort um sig með tvö eldispláss.
 
Í alþjóðlegu samhengi er þetta smátt bú. Þetta er þó stór áfangi í að gera Reykjagarð samkeppnishæfari til lengri tíma litið við aukna samkeppni erlendis frá,“ segir Matthías.
 
Reykjagarður hf. rekur kjúklingabú á tíu stöðum á Suður- og Vesturlandi og eru með um 40–45 prósent markaðshlutdeild af íslenskum framleiðendum.             
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...