Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Fréttir 9. janúar 2020

Rekstur Atlantic Leather á Sauðárkróki endurreistur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur félagsins Atlantic Leather á Sauðárkróki mun hefjast á ný innan skamms, en samnefnt félag fór í þrot á liðnu hausti og lá starfsemin af þeim sökum niðri um nokkurra mánaða skeið. Hjónin Hallveig Guðnadóttir og Hlynur Ársælsson eru nýir eigendur Atlantic Leather og verður Hallveig fram­kvæmdastjóri þess.

Starfsemi félagsins var tvíþætt, annars vegar sinnti það sútun fiskroðs og framleiðslu sjávarleðurs og hins vegar voru gærur sútaðar hjá félaginu. Hlynur segir að sá þáttur starfseminnar verði aflagður.

Telja ekki arðbært að súta gærur hér á landi

„Við skoðuðum þetta dæmi vel en leist ekki nægilega vel á gærurnar, það hefur um langt skeið ekki verið sérlega arðbært að súta gærur hér á landi. Við hins vegar fengum hluta af þeim tækjum með í kaupunum og höfum hug á því að bjóða þau til sölu á hagstæðu verði. Vonandi finnst áhugasamur aðili sem sér tækifæri í því að kaupa þau tæki og hefja starfsemi í kringum sútun á gærum,“ segir Hlynur.

Hlynur og Hallveig tóku við skömmu fyrir áramót og eru þessa dagana að koma starfseminni í gang. Hann segir að umfang starfseminnar verði ekki hið sama og var, en alls störfuðu 14 manns hjá fyrra félagi. Starfsmenn verða á bilinu 5 til 6 til að byrja með að sögn Hlyns, en sem áður segir verður gæruhluti starfseminnar lagður niður. 

– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Atlantic Leather | sútun | Gærur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...