Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Fréttir 9. janúar 2020

Rekstur Atlantic Leather á Sauðárkróki endurreistur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur félagsins Atlantic Leather á Sauðárkróki mun hefjast á ný innan skamms, en samnefnt félag fór í þrot á liðnu hausti og lá starfsemin af þeim sökum niðri um nokkurra mánaða skeið. Hjónin Hallveig Guðnadóttir og Hlynur Ársælsson eru nýir eigendur Atlantic Leather og verður Hallveig fram­kvæmdastjóri þess.

Starfsemi félagsins var tvíþætt, annars vegar sinnti það sútun fiskroðs og framleiðslu sjávarleðurs og hins vegar voru gærur sútaðar hjá félaginu. Hlynur segir að sá þáttur starfseminnar verði aflagður.

Telja ekki arðbært að súta gærur hér á landi

„Við skoðuðum þetta dæmi vel en leist ekki nægilega vel á gærurnar, það hefur um langt skeið ekki verið sérlega arðbært að súta gærur hér á landi. Við hins vegar fengum hluta af þeim tækjum með í kaupunum og höfum hug á því að bjóða þau til sölu á hagstæðu verði. Vonandi finnst áhugasamur aðili sem sér tækifæri í því að kaupa þau tæki og hefja starfsemi í kringum sútun á gærum,“ segir Hlynur.

Hlynur og Hallveig tóku við skömmu fyrir áramót og eru þessa dagana að koma starfseminni í gang. Hann segir að umfang starfseminnar verði ekki hið sama og var, en alls störfuðu 14 manns hjá fyrra félagi. Starfsmenn verða á bilinu 5 til 6 til að byrja með að sögn Hlyns, en sem áður segir verður gæruhluti starfseminnar lagður niður. 

– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Atlantic Leather | sútun | Gærur

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...