Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Fréttir 9. janúar 2020

Rekstur Atlantic Leather á Sauðárkróki endurreistur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur félagsins Atlantic Leather á Sauðárkróki mun hefjast á ný innan skamms, en samnefnt félag fór í þrot á liðnu hausti og lá starfsemin af þeim sökum niðri um nokkurra mánaða skeið. Hjónin Hallveig Guðnadóttir og Hlynur Ársælsson eru nýir eigendur Atlantic Leather og verður Hallveig fram­kvæmdastjóri þess.

Starfsemi félagsins var tvíþætt, annars vegar sinnti það sútun fiskroðs og framleiðslu sjávarleðurs og hins vegar voru gærur sútaðar hjá félaginu. Hlynur segir að sá þáttur starfseminnar verði aflagður.

Telja ekki arðbært að súta gærur hér á landi

„Við skoðuðum þetta dæmi vel en leist ekki nægilega vel á gærurnar, það hefur um langt skeið ekki verið sérlega arðbært að súta gærur hér á landi. Við hins vegar fengum hluta af þeim tækjum með í kaupunum og höfum hug á því að bjóða þau til sölu á hagstæðu verði. Vonandi finnst áhugasamur aðili sem sér tækifæri í því að kaupa þau tæki og hefja starfsemi í kringum sútun á gærum,“ segir Hlynur.

Hlynur og Hallveig tóku við skömmu fyrir áramót og eru þessa dagana að koma starfseminni í gang. Hann segir að umfang starfseminnar verði ekki hið sama og var, en alls störfuðu 14 manns hjá fyrra félagi. Starfsmenn verða á bilinu 5 til 6 til að byrja með að sögn Hlyns, en sem áður segir verður gæruhluti starfseminnar lagður niður. 

– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Atlantic Leather | sútun | Gærur

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...