Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Endurreist félag Atlantic Leather á Sauðárkróki mun einbeita sér að sútun og vinnslu á fiskroði.
Fréttir 9. janúar 2020

Rekstur Atlantic Leather á Sauðárkróki endurreistur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rekstur félagsins Atlantic Leather á Sauðárkróki mun hefjast á ný innan skamms, en samnefnt félag fór í þrot á liðnu hausti og lá starfsemin af þeim sökum niðri um nokkurra mánaða skeið. Hjónin Hallveig Guðnadóttir og Hlynur Ársælsson eru nýir eigendur Atlantic Leather og verður Hallveig fram­kvæmdastjóri þess.

Starfsemi félagsins var tvíþætt, annars vegar sinnti það sútun fiskroðs og framleiðslu sjávarleðurs og hins vegar voru gærur sútaðar hjá félaginu. Hlynur segir að sá þáttur starfseminnar verði aflagður.

Telja ekki arðbært að súta gærur hér á landi

„Við skoðuðum þetta dæmi vel en leist ekki nægilega vel á gærurnar, það hefur um langt skeið ekki verið sérlega arðbært að súta gærur hér á landi. Við hins vegar fengum hluta af þeim tækjum með í kaupunum og höfum hug á því að bjóða þau til sölu á hagstæðu verði. Vonandi finnst áhugasamur aðili sem sér tækifæri í því að kaupa þau tæki og hefja starfsemi í kringum sútun á gærum,“ segir Hlynur.

Hlynur og Hallveig tóku við skömmu fyrir áramót og eru þessa dagana að koma starfseminni í gang. Hann segir að umfang starfseminnar verði ekki hið sama og var, en alls störfuðu 14 manns hjá fyrra félagi. Starfsmenn verða á bilinu 5 til 6 til að byrja með að sögn Hlyns, en sem áður segir verður gæruhluti starfseminnar lagður niður. 

– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Atlantic Leather | sútun | Gærur

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...