Skúli Þórðarson á Refsstað reisir lítið sláturhús og kjötvinnslu á bænum.
Skúli Þórðarson á Refsstað reisir lítið sláturhús og kjötvinnslu á bænum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, vinnur nú hörðum höndum að því að reisa lítið sláturhús heima á bæ.

Um sláturhús er að ræða sem rekið verður á forsendum reglugerðar um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli, sem tók gildi í október 2016, fáist til þess starfsleyfi. Seglbúðir í Landbroti er dæmi um sláturhús sem var rekið á forsendum þeirrar reglugerðar þangað til rekstri þess var hætt á síðasta ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Freydísi Dönu Sigurðardóttur, deildarstjóra sláturhúsa hjá Matvælastofnun, verður sláturhúsið á Refsstað það eina sem starfar samkvæmt reglugerð 856/2016. „Sláturhús Vesturlands í Borgarnesi er með fullt leyfi sem samþykkisstöð, það er umfangsmeira leyfi en þessi reglugerð gefur rými fyrir, en sláturhúsið hefur ekki verið fullnýtt,“ segir Freydís.

Lítil afurðastöð á Refsstað

Skúli segir að allt kapp sé lagt á að klára verkefnið sem allra fyrst, svo Matvælastofnun geti sem fyrst tekið sláturhúsið út og vonandi í kjölfarið veitt starfsleyfi til slátrunar núna í sláturtíðinni. „Við sækjum um leyfi fyrir slátrun á 100 sauðfjár á dag að hámarki og fimm stórgripum á viku,“ segir Skúli, en samhliða er reist kjötvinnsla á bænum þar sem einnig verður starfrækt lítil afurðastöð.

„Sláturhúsið verður rekið bæði sem þjónustusláturhús við aðra bændur hér í nálægum sveitum og svo erum við með eigin vörumerki, Vopnfirskt gæðakjöt, og markaðssetningu á sauðfjár- og hrossakjötsafurðum,“ útskýrir Skúli, sem er með um 400 vetrarfóðraðar kindur og um 30 blóðmerar. Hann vill geta selt beint því sem hann slátrar sjálfur, um helmingur fer beint á heimamarkað og hitt er selt beint frá býli í vefsölu. Þá er hann með heimavirkjun sem skilar svolitlu í búreksturinn með sölu á rafmagni inn á landsnetið.

Sláturhúsið í gömlu fjósi

Sláturhúsið rís innan í gömlu fjósi og segir Skúli að í grundvallaratriðum sé búið að klæða salinn og setja upp frystiklefa. Eftir sé að setja upp sláturlínu og brautir inn í kælinn. Þá eigi eftir að tengja mestallt rafmagn og vatn. Búið sé þó að ganga frá vatnsbóli og fráveitu að mestu leyti, nema eftir eigi að leggja drenlögn frá rotþró. „Ég geri mér vonir um að klára þetta sem eftir er á næstu þremur vikum og að við getum þá slátrað í lok september, að það verði einn til tveir sláturdagar í viku í september og október,“ sagði hann þegar rætt var við hann í byrjun mánaðarins. Gert er ráð fyrir að slátrað verði 500 til 1.000 lömbum og 10 til 20 folöldum í haust.

Tækifæri í eigin slátrun og vinnslu

Sláturhús Vopnfirðinga hætti eftir síðustu sláturtíð og segir Skúli að hugmyndin hjá sér sé einfaldlega að skapa sér heilsársatvinnu. „En ég held það felist reyndar tækifæri í vinnslunni og sölunni á eigin afurðum til að búa til meiri verðmæti,“ segir hann, spurður um hvort tækifæri hafa gefist við endalok sláturhússrekstursins á Vopnafirði.

„Í það minnsta kem ég til með að slátra fyrir nokkra ferðaþjónustuaðila sem eru hérna í kring. Ég er líka með samning við tvo aðila sem voru í viðskiptasambandi við Sláturfélag Vopnfirðinga sem voru ýmist í heimtöku á öllu sínu kjöti eða hluta af því, auk annarra sem ég er í viðræðum við um að þjónusta. Annars mun slátrunin sem Sláturhús Vopnfirðinga var með að mestu dreifast á Sauðárkrók, Húsavík og Kópasker – eftir því sem ég hef
heyrt.“

Aukinn sveigjanleiki og svigrúm

Markmið reglugerðarinnar á sínum tíma var að auka sveigjanleika í lítilli og hefðbundinni matvælaframleiðslu til að auðvelda framleiðendum að uppfylla kröfur matvælalöggjafarinnar.

Hún veitir afslátt af ákveðnum kröfum í hollustuháttareglugerðum og skapar aukið svigrúm til framleiðslu á séríslenskum hefðbundnum matvælum.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...