Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við Jökulsárlón.
Við Jökulsárlón.
Mynd / BBL
Fréttir 28. mars 2018

Reglu­gerð um atvinnustarfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Höfundur: smh
Á vefnum Samráðsgátt (samrads­gatt.island.is) liggja nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er atvinnutengd starfsemi innan þjóðgarðsins skilgreind og kveðið á um málsmeðferð, samningsgerð við Vatnajökulsþjóðgarð og eftirlit með slíkri starfsemi.
 
Atvinnutengd starfsemi er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Nýting eignarréttinda innan þjóðgarðsins telst ekki atvinnutengd starfsemi. Samkvæmt drögunum verður atvinnutengd starfsemi óheimil án samnings við Vatnajökulsþjóðgarð um slíka starfsemi. „Stjórn þjóðgarðsins mótar skilyrði fyrir atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins, þar með talið um þá starfsemi sem getur verið heimil innan þjóðgarðsins og þau svæði sem um ræðir. Slík skilyrði eru sett fram eftir atvikum í atvinnustefnu eða stjórnunar- og verndaráætlun,“ segir meðal annars í 31. grein a-liðar.
 
Þá er greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi innan þjóðgarðsins og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.
 
Með reglugerðinni er verið að fylgja eftir breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem gerðar voru árið 2016. Jafnframt er kveðið á um að í samningum sem gerðir eru við Vatnajökulsþjóðgarð skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, meðal annars vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins.
 
Umsögnum um drögin má skila á Samráðsgátt Stjórnarráðsins til 9. apríl næstkomandi.  
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...