Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar
Fréttir 5. nóvember 2015

Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Kaliforníu hafa hert reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði verulega og eru reglurnar þær ströngustu í Bandaríkjunum. Reglurnar taka gildi í ársbyrjun 2018.

Markmið reglnanna er að draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði með því að gera notendum þeirra erfiðara að kaupa þau. Reglurnar eru settar vegna vaxandi hættu á lífshættulegum sýkingum í mönnum vegna fjölónæmra baktería. Notkun sýklalyfja í landbúnaði, bæði sem vaxtarhvata og til að fyrirbyggja sýkingar í búfé hafa orðið þess valdandi að komið hafa fram stofnar baktería sem eru með öllu ónæmar fyrir sýklalyfjum. Berist þannig ofurónæmar bakteríur í menn eru ekki til lyf sem vinna á þeim.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarna­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Bandaríska sóttvarnareftirlitið áætlar að þar í landi beri að minnsta kosti tvær milljónir manna í sér fjölónæmar bakteríur og að árlega deyi um 23.000 manns af þeirra völdum.

Um 70% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru í baráttunni við sýkingu hjá mönnum eru einnig notuð við kjöt- og mjólkurframleiðslu í Norður-Ameríku. Mörg af þessum lyfjum eru ekki lyfseðilsskyld og hafa lengi verið notuð í landbúnaði.

Fjöldi veitingahúsa í Banda­rík­j­­­unum hafa lýst yfir að þau ætli að hætta að kaupa kjöt af framleiðendum sem noti sýklalyf í óhófi. Í mars síðastliðinn gaf McDonald’s í Bandaríkjunum út yfirlýsingu um að keðja ætlaði að hætta að selja kjöt af kjúklingum sem væru gefin sýklalyf til að auka vaxtarhraða þeirra. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...