Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ráðlagt aflamark þorsks lækkað
Fréttir 23. júní 2022

Ráðlagt aflamark þorsks lækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 leggur til 6% lækkun á aflamarki þorsks og að ráðlagður heildarafli fari úr 222.373 í 208.844 tonn.

Lækkun er rakin til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni og sveiflujöfnunar í aflareglu.

Samkvæmt ráðgjöfinni er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.

Aukin ýsa en minni af ufsa

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar ný- liðunar frá 2019 og 2020.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfirstandandi fiskveiðiári og er alls 71. 300 tonn.

Gullkarfa nálgast aðgerðamörk

Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og hrygningarstofn minnkað umtalsvert og mælist við aðgerðamörk. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25. 545 tonn og 20% lægra en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26. 710 tonn.

Minni sókn í íslensku sumargotssíldina

Samkvæmt úttekt Hafrannsóknastofnunar hefur stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar farið vaxandi. Árgangar 2017 og 2018 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og eru nú meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 66.195 tonna afla fiskveiðiárið 2022/2023 en samkvæmt aflareglu stjórnvalda er hann 72.239 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2022/2023 ásamt tillögum og aflamarki stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Mynd / Hafrannsóknastofnun.

Skylt efni: þorskur | aflamark

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...