Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
„Það er í fyrsta lagi að upprunamerkja matvæli, þannig að upprunamerkingin sé rétt og hún endurspegli í raun og veru uppruna vörunnar. Þá getur viðskiptavinurinn tekið upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji þá taka þá áhættu að fá fjölónæma sýkla á eldhúsborðið sitt með því að kaupa tiltekna vöru,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklalyfjadeild Landspítalans.
„Það er í fyrsta lagi að upprunamerkja matvæli, þannig að upprunamerkingin sé rétt og hún endurspegli í raun og veru uppruna vörunnar. Þá getur viðskiptavinurinn tekið upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji þá taka þá áhættu að fá fjölónæma sýkla á eldhúsborðið sitt með því að kaupa tiltekna vöru,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklalyfjadeild Landspítalans.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. maí 2023

Raunveruleg hætta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlegar bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að rekja megi um 85 prósent allra þvagfærasýkinga þar í landi til E. coli bakteríusýkinga og átta prósent þeirra eigi uppruna sinn í kjúklinga- og svínakjöti.

Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir að hættan á því að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist hingað til lands með innfluttum kjötafurðum sé raunveruleg og geti valdið miklum vandræðum í meðhöndlun á sýkingum af þeirra völdum í framtíðinni.

Karl segir að þessi prósenta kunni að virðast lág en raunin sé sú að um gríðarlega mikinn fjölda tilfella er að ræða í ljósi tíðni þvagfærasýkinga.

Hætta á því að bakteríurnar taki sér bólfestu í íslenskum þörmum

„Þessi bandaríska rannsókn segir okkur að þessar bakteríur geta borist með kjötafurðum. Það getur verið varasamt fyrir lönd með lítið sýklalyfjaónæmi ef verið er að flytja inn kjötafurðir frá löndum þar sem sýklalyfjaónæmi slíkra baktería er útbreitt. Kjúklingar – og ýmsar aðrar kjötvörur – eru yfirleitt mengaðar af þarmabakteríum, þar á meðal af E. coli bakteríum. Við viljum síður að nær alónæmar þarmabakteríur berist inn í landið. Þarmaflóra manna og dýra á Íslandi er mun sjaldnar með fjölónæmar bakteríur en þarmaflóran í löndum Suður- og Austur-Evrópu og með auknum innflutningi á þessum vörum frá þessum löndum eykst hættan á að þessar ónæmu bakteríur taki sér bólfestu í okkar þörmum,“ útskýrir Karl.

„Þvagfærasýkingar eru mjög algengar sýkingar og geta leitt til lífshættulegra blóðsýkinga. Ef þessar sýkingar eru af völdum baktería sem eru nær alónæmar fyrir sýklalyfjum, þá er meðferð þeirra mun erfiðari. Þeim fylgir meiri sjúkdómsbyrði og dánartíðni. Þess vegna er mikilvægt að hægja á þessari þróun með öllum ráðum.

Við á Landspítalanum, Keldum, Matís og Matvælastofnun erum með svipaða rannsókn í gangi hér á landi, nema að hún er víðtækari.

Við höfum safnað E. coli stofnum í mörg ár frá búfé, mönnum, matvælum og umhverfi. Við erum í samstarfi við þessa bandarísku háskólastofnun sem birti þessar niðurstöður á dögunum. Það er stefnan að rannsóknin gefi okkur með svipuðum hætti upplýsingar um uppruna þeirra E. coli stofna sem valda þvagfærasýkingum í mönnum hér á landi, en rannsóknin hefur tafist um tvö til þrjú ár vegna Covid-19 faraldursins.“

Skýrar upprunamerkingar

Karl segir að almennt sé mikilvægt að hafa tiltekin atriði í huga varðandi það hvernig hægt sé að sporna við þeirri þróun að þessar bakteríur berist inn í íslenska þarmaflóru.

„Það er í fyrsta lagi að upprunamerkja matvæli, þannig að upprunamerkingin sé rétt og hún endurspegli í raun og veru uppruna vörunnar.

Þá getur viðskiptavinurinn tekið upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji þá taka þá áhættu að fá fjölónæma sýkla á eldhúsborðið sitt með því að kaupa tiltekna vöru.

Svo er mikilvægt að vera meðvitaður um það að ferðamenn geta borið þessar ónæmu bakteríur til Íslands, jafnt Íslendingar sem útlendingar. Þar sem Íslendingar umgangast landann mun meira en útlendingar eru þeir líklegri til að dreifa þeim.“

Hann segir erfitt að setja reglur eða takmarka með beinum hætti innflutning á þessum vörum, en höfðar til samfélagslegrar ábyrgðar innflutningsaðila að vera meðvitaðir um ástand mála í þeim löndum sem flutt er inn frá.

„Sýklalyfjaónæmi er dauðans alvara. Samkvæmt skýrslu sem breska ríkisstjórnin lét gera árið 2016 var því spáð að árið 2050 yrðu um 10 milljón dauðsfalla í heiminum tengd sýklalyfjaónæmi. Það er meira en samanlögð dauðsföll vegna krabbameina og sykursýki. Covid- 19 faraldurinn hefur svo hraðað þeirri þróun, því notkun sýklalyfja jókst á þeim tíma – sérstaklega inni á sjúkrahúsum. Á sama tíma var erfitt að viðhalda góðum sýkingavörnum. Úkraínustríðið hefur líka haft sitt að segja, því óhjákvæmilega berst eitthvað af þessum nær alónæmu bakteríum með hinum mikla fjölda flóttamanna þaðan sem hafa sest að í Evrópu.“

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...