Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / ghp
Fréttir 26. febrúar 2024

Rafn endurkjörinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu var endurkjörinn formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands til næstu tveggja ára.

Á deildarfundi kúabænda var jafnfram kosin ný stjórn búgreinadeildarinnar en þau Bessi Freyr Vésteinsson, Reynir Þór Jónsson og Sigurbjörg Ottesen gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru kjörin. Jón Örn Ólafsson var kosinn nýr í stjórn í stað Guðrúnar Eikar Skúladóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Í varastjórn voru kjörin þau Erla Rún Guðmundsdóttir, Magnús Örn Sigurjónsson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Í þakkarræðu eftir kjör sitt hvatti formaðurinn félagsmenn að taka virkan þátt í starfinu. „Stærsta verkefnið fram undan er að vinna áfram að bættu rekstrarumhverfi greinarinnar til að tryggja nautgripabændum viðunandi af- komu af sinni starfsemi. Nú í aðdraganda nýrra búvörusamninga þurfum við að vanda til verka, mynda okkur framtíðarsýn um hvert við stefnum og svo í framhaldinu ákveða hvaða leiðir eru bestar til að ná þeim markmiðum.

Finna þarf leiðir til að virkja grasrótina betur og fá félagsmenn til að taka meira þátt í félagsstarfinu. Það er mjög mikilvægt að fá sem flestar raddir og skoðanir fram til að geta vegið og metið mismunandi leiðir og þannig vonan- di fundið bestu niðurstöðuna. Þá þurfum við að fylgja eftir vinnu við nýjan verðlagsgrunn sem nú er í gangi og halda áfram að vinna að því að við getum tekið kyngreiningu á nautasæði upp hér á landi, enda getur það skilað umtals- verðum ávinningi fyrir greinina,“ segir Rafn Bergsson.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...