Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast
Fréttir 2. júlí 2019

Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróft ætlað vaxa um 95% af nytjajurtum heims í efsta jarð­vegslagi jarðarinnar, mold­inni, og það gerir moldina að undirstöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Talið er að vegna uppblásturs hafi um helmingur ræktunarjarðvegs heimsins tapast á síðustu 150 árum.

Helsta ástæða uppblástursins er sögð vera hefðbundinn landbúnaður þar sem stunduð er nauðræktun og þar sem land er mikið plægt og moldin skilin eftir ber og óvarin fyrir veðri og vindi. Í Bandaríkjunum einum er sagt að góður ræktunarjarðvegur hverfi tíu sinnum hraðar en hann myndast.

Að sögn fræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur um eitt þúsund ár fyrir þrjá sentímetra af góðum yfirborðsjarðvegi að myndast við góðar aðstæður. Sérfræðingar við sömu stofnun segja einnig að flest bendi til að efsta jarðvegslagið í heiminum, moldin, verði að mestu horfin eftir hálfa öld eða svo.

Samhliða skorti á ræktarlandi og minni matvælaframleiðslu mun jarðvegstap leiða til minni vatnsleiðni, aukinnar losunar koltvísýrings, hlýnunar jarðar og næringarminni afurða. 

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...