Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast
Fréttir 2. júlí 2019

Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróft ætlað vaxa um 95% af nytjajurtum heims í efsta jarð­vegslagi jarðarinnar, mold­inni, og það gerir moldina að undirstöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Talið er að vegna uppblásturs hafi um helmingur ræktunarjarðvegs heimsins tapast á síðustu 150 árum.

Helsta ástæða uppblástursins er sögð vera hefðbundinn landbúnaður þar sem stunduð er nauðræktun og þar sem land er mikið plægt og moldin skilin eftir ber og óvarin fyrir veðri og vindi. Í Bandaríkjunum einum er sagt að góður ræktunarjarðvegur hverfi tíu sinnum hraðar en hann myndast.

Að sögn fræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur um eitt þúsund ár fyrir þrjá sentímetra af góðum yfirborðsjarðvegi að myndast við góðar aðstæður. Sérfræðingar við sömu stofnun segja einnig að flest bendi til að efsta jarðvegslagið í heiminum, moldin, verði að mestu horfin eftir hálfa öld eða svo.

Samhliða skorti á ræktarlandi og minni matvælaframleiðslu mun jarðvegstap leiða til minni vatnsleiðni, aukinnar losunar koltvísýrings, hlýnunar jarðar og næringarminni afurða. 

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...