Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktuðu bakteríu sem étur gróðurhúsalofttegundir
Fréttir 6. júní 2019

Ræktuðu bakteríu sem étur gróðurhúsalofttegundir

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir / UiT
Rannsóknarfólk við norðurslóða­háskólann í Noregi hafa ræktað bakteríu sem borðar gróður­húsalofttegundirnar metan og koltvísýring úr andrúmsloftinu. Rannsóknin, sem birtist í hinu þekkta vísindariti Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America (PNAS), er mikilvæg til þess að skilja jafnvægið milli jarðarinnar og andrúmsloftsins. 
 
„Við höfum fundið bakteríu sem lifir af að borða þessar gróðurhúsalofttegundir beint úr andrúmsloftinu. Þar að auki getur hún notað fjórar aðrar lofttegundir úr loftinu sem þýðir að hún þarf í raun eingöngu andrúmsloft til að lifa á,“ segir einn af vísindamönnunum á bakvið rannsóknina, Alexander Tøsdal Tveit.
 
Bakterían til um allan heim
 
Bakterían getur lifað á annan hátt en það sem vísindamenn hafa áður upplifað sem er að lifa á nánast engu. Því getur uppgötvunin meðal annars fært mönnum nær því að skilja hvernig líf er á erfiðum lífvænlegum stöðum, eins og til dæmis á Mars eða öðrum plánetum. 
 
„Fæðan fyrir bakteríuna eru gróðurhúsalofttegundir svo hún er nauðsynlegur hluti af jafnvæginu milli jarðarinnar og andrúmsloftsins, sem býr til loftslagið okkar. Í dag eru eingöngu örverur í jarðvegi sem er eina tegund lífs sem við þekkjum til sem fjarlægir metan beint úr andrúmsloftinu,“ segir Alexander og bætir við:
 
„Við fundum bakteríuna í jarðvegi fyrir utan Tromsø og þar sem þetta var á gömlum ruslahaugi þá áttum við von á að finna bakteríur sem lifa á metan en slíkar bakteríur finnast um allan heim og í öllum heimsálfum fyrir utan á Suðurskautslandinu. Það er hugsanlegt að bakteríur í ætt við þessa finnist þar en lítil gögn eru til um það svo hægt sé að bera það saman.“
 
Sérstök ræktunaraðferð
 
Vísindamennirnir  Alexander Tøsdal Tveit, Anne Grethe Hestnes og Mette Svenning við háskólann ásamt erlendum samstarfsmönnum tókst að einangra og rækta bakteríuna sem borðar metan sem hefur fengið nafnið Methylocapsa gorgona MG08.
 
„Bakteríur sem vitað var um áður sem lifa á metani finnast í venjulegum jarðvegi og borða um 30 milljónir tonna árlega af metani. Við uppgötvuðum líka að bakteríur sem eru í ætt við þessa geta einnig vaxið eingöngu á lofti þannig að hæfileikinn til að nota metan sem orkugjafa á þennan hátt er útbreiddari en áður var talið,“ útskýrir Alexander.
 
„Mikilvæg ástæða þess að við höfum náð að framkvæma þessar rannsóknir með að bakteríur geti vaxið á lofti er sérstök ræktunaraðferð. Við ræktuðum bakteríufrumur á síu sem flýtur á lausn með söltum og bakteríurnar mynduðu lítil örsamfélög. Það var mikilvægt að hafa myrkur á bakteríunum þannig að öruggt væri að ljós hjálpaði ekki til við vöxt bakteríanna. Það kom í ljós að bakteríurnar gátu einnig notað koltvísýring, kolmónoxíð, vetni, köfnunarefni og súrefni til að umbreyta sér. Þessi fjölhæfni er lykillinn að því að geta lifað á lofti og því er þetta mikilvæg uppgötvun til að kanna upptöku af metani í andrúmsloftinu. Við sáum einnig að því meira metan sem bakteríurnar fengu því hraðar uxu þær og borðuðu meira,“ segir Alexander og bendir á að uppgötvunin muni í fyrstu lítið gagnast við að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda á jörðina en að síðar meir, með fleiri rannsóknum, geti það orðið raunhæfur möguleiki. 
 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...