Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna
Mynd / Luke Hodde
Fréttir 23. maí 2023

Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar hefur lagt til að starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu ágengra plantna verði settur aftur í gang og gerð langtímaáætlun um aðgerðir.

Segir í fundargerð nefndarinnar frá byrjun mánaðarins að „nokkur vinna tengd kortlagningu og upprætingu ágengra plantna hafi farið fram í Þingeyjarsveit (eldri) og Skútustaðahreppi. Náttúrustofa Norðurlands vann að kortlagningu framandi ágengra plöntutegunda í Þingeyjarsveit árin 2019 og 2020 og skilaði af sér skýrslu í lok þeirrar vinnu. Í Skútustaðahreppi var stofnaður starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu á útbreiðslu kerfils, lúpínu og njóla árið 2019.“ Kemur fram að sumrin 2020 og 2021 hafi verið ráðinn sumarstarfsmaður á vegum Skútustaðahrepps til þess að kortleggja og uppræta ágengar plöntur.

Lögð er áhersla á að haldið verði áfram vinnu við eyðingu ágengra plantna í sveitarfélaginu og er sveitarstjórn hvött til að leita samstarfs við hagaðila um verkefni sumarsins.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...