Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna
Mynd / Luke Hodde
Fréttir 23. maí 2023

Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar hefur lagt til að starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu ágengra plantna verði settur aftur í gang og gerð langtímaáætlun um aðgerðir.

Segir í fundargerð nefndarinnar frá byrjun mánaðarins að „nokkur vinna tengd kortlagningu og upprætingu ágengra plantna hafi farið fram í Þingeyjarsveit (eldri) og Skútustaðahreppi. Náttúrustofa Norðurlands vann að kortlagningu framandi ágengra plöntutegunda í Þingeyjarsveit árin 2019 og 2020 og skilaði af sér skýrslu í lok þeirrar vinnu. Í Skútustaðahreppi var stofnaður starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu á útbreiðslu kerfils, lúpínu og njóla árið 2019.“ Kemur fram að sumrin 2020 og 2021 hafi verið ráðinn sumarstarfsmaður á vegum Skútustaðahrepps til þess að kortleggja og uppræta ágengar plöntur.

Lögð er áhersla á að haldið verði áfram vinnu við eyðingu ágengra plantna í sveitarfélaginu og er sveitarstjórn hvött til að leita samstarfs við hagaðila um verkefni sumarsins.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...